Góðan daginn =)
Ég og félagi minn höfum verið að pæla í því að skella okkur á skellinöðru en þar sem að við erum ekki orðnir 17. Ára þá meigum við ekki keyra nema 50cc. Svo var vinur minn að tjá mér að við mættum keyra stærri hjól utanbæjar án þess að vera orðnir 17. Ára. Ég væri mjög mikið til í að fá svar við þessu hugarangri okkar =)
Svo er það annað það er málið með innanbæjaraksturinn, þannig er mál með vexti að félagar okkar sem búna í næsta bæ eru margir á hjólum (ekki orðnir 17.) og þeir keyra þetta aðeins innanbæjar þannig að ég spyr er það löggan sem er sofandi á verðinum eða má keyra innanbæjar á skellinöðrum.(ég var að lesa kork eða grein þar sem menn voru að kvarta undan lögguni og innanbæjarkeyrslu)
Endilega bendiði mér á góð hjól til kaups notuð/eða ný ;)
takk fyrir mig