Halló


Mig langaði bara til að segja ykkur frá einu óhappi sem ég lenti í á laugardaginn.Ég fór að hjóla niðrí fjöru og rosa gamann og ég var búinn að profa að gera næstum allt í fjörunni.

Þá kom þessi rosalega flinki gaur og gerði eitthvað sem ég var ekki búinn að gera. Hann fór upp einhverja brekku sem var mjög brött og þetta sýndist vera ekkert mál. Svo langaði mig að fara upp þessa brekku og ég fór upp hana og ekkert mál. síðan ætlaði ég að vera rosalega svalur og kanna ókunnugar slóðir og fór yfir svonna sandhóla og brekku. Fór ég þar upp og var bara að keyra bara blint og sá ekkert hvað var frammundan síðan fór ég ofaný svonna dæld og ég sá að ég þurfti að gefa drullumikið í til að geta komist upp hana og samt var ég á ágætari ferð.

Ég gaf helviti vel í og komst upp úr henni en um leið og dældin var búinn var bara þverhníft niður og 1-2 metrar niður og ég flaug bara uppí loftið og svo var þessu grashóll á móti mér ég lenti á honum með fram dekkið og kastaðist fram fyrir mig og lenti beint á stýrinnu og ég hélt first að ég hefði farið úr axlarlið ( en þegar ég fór upp á sjúkrahús kom svo í ljós að ég var bara viðbeinsbrotinn). Svo kom þessi gaur sem var ótrúlega flinkur og hjálpaði mér að reisa hjólið upp og setti það í gang fyrir mig og svo rétt náði ég að keyra að kerruni og hringja í mömmu.

Síðann fór ég bara upp á sjúkrahús(drullusárt að klæða sig úr brynjunni) og fór í rönkenmyndatöku og þá kom í ljós að ég var viðbeinsbrotinn. Núna má ég ekki gera neitt í 7 vikur og má ekki fara að hjóla í 9 vikur og það sökkar ógeðslega

Boðskapurinn er þessi: Ekki reyna eitthvað til að ganga í augun á öðrum eða reyna eitthvað sem þið ráðið ekki við því annars meiðið þið ykkur bara og getið ekki hjólað í 2 mánuði.




Suzuki rm 125