Jæja mig langar að fjalla um hestamenn.
Ég hef lent í ýmsu með hestamenn t.d fengið puttan,kastað grjóti í mig, kýlt í mig á ferð(reyndar var reynt að toga mig af hjólinu á ferð) og svo framvegis. Þetta er svo andskoti fáránlegt, fólk er með móral gegn öllu hjólafólki.
Þó að þessir menn hafi gert þessa hluti og allt þess lagað þá ber ég alltaf virðingu fyrir þeim, ég mæti yfirleitt fólki á hestum í enduro ferðum og ég annað hvort drep á hjólinu og ýti því frammhjá eða keyri hægt um ef það er ekki hægt að ýta.Ég er orðin smeykur við að drepa á hjólinu og ýta því, ég hef heyrt sögur að hestamenn ráðast á menn.
Ég held að hestamenn lýti á ALLA hjólamenn sem náttúrskemmdarmenn. Ég meina nánast allir sem eru í hjólamenskunni bera virðingu fyrir náttúrunni en svo koma þessir svörtu sauðir sem skemma fyrir öllum með því að t.d spæna upp mýri,eyðileggja náttúruna einsog geðsjúklingar og bera nákvæmilega ENGA virðingu fyrir náttúrunni og þess vegna þolir flest allt hestafólk ekki hjólamenn. Svo er það líka það þeir sem eru að hjóla á hestaslóðum(ég geri það sjálfur) ok í fyrsta lagi þá eru þessir vegir bygðir fyrir peningana OKKAR og þessir hestamenn eiga ekkert meir en við í þessum veg, ég kom einu sinni með þessa kenningu við einn hestamannin og hann varð kjaftstopp hehe.
Ég sendi þessa grein líka inna hestamennsku:D
Gaman væri að fá Komment og sögur um hvað þið hafið lent í með þetta!