Síðast liðna 6-8 mánuði hef ég flutt in 2 hjól, bæði keypt í gegnum Ebay annað frá UK hitt frá USA, í sjálfu sér er það ekkert ódýrara en að kaupa hjól hér heima.
þú kaupir hjól fyrir segjum $2000 það kostar c.a. $2-300 að flytja það innan bandaríkjana og þá erum við komin í c.a $2250 sem gerir 153.000kr bætir svo við c.a. 45-50þús flutnigskostnað til íslands þá erum við í c.a 198þús margfaldar það með 1,3 sem er tollurin og margfaldar svo þá heildartölu með 1,245 sem er vsk þá ertu komin í 320þús bætum við c.a. 5þús í skráningu og þá ertu komin með hjól fyrir c.a. 325þús
Ég veit svosem ekki hvaða hjól þú ert að spá í sem hægt er að fá 2004 árgerð af á $1500-2500 kanski einhver minicrossari. Margir líta á uppboð á ebay og sjá að uphafsboð sé lágt eða að hæsta boð sé lágt og reserve ekki náð og halda að hlutirnir séu að fara að seljast á þann pening, skoðaðu hvað vinnings boð er á útrunnum uppoðum þar sem reserver hefur verið náð, þá sérðu hvað gangverðið á slíkum hlut er á ebay. staðreyndin er sú að sambærilega hluti er oft hægt að fá hér heima á sambærilegu og jafnvel lægra verði. Þú kant að spyrja hvers vegna ég hafi þá flutt in 2 hjól á þessu ári jú úrvalið á Íslandi er oft takmarkað og þá er gott að hafa möguleika á að horfa út fyrir landsteinana.
Farið samt mjög varðlega þegar þið bjóðið í hjól á ebay, skoðið seljandan vel kaupið aðeins frá mönnum sem hafa selt svona dýra hluti áður og munið að oft vantar upp á lýsinguna.
Ég er mjög ánægður með þau hjól sem ég hef flutt inn en ég er ekkert síður ánægður með hjólið sem ég keypt hér á landi og það var meira að segja ódýrara en ebay hjólin, myndi samt ekkert hika við að kaupa erlendis frá aftur þó það kynni að kost 20-30þús meira en sambærilegt hjól hér heima ef það þýddi að ég fengi nákvæmlega það sem mig langaði í fremur en það nálægasta sem ég fann.
PS: ef enverjum vantar ráðleggingar um influtning á notuðu hjól, þá skal ég glaður miðla minni reinslu af því. PM-ið mig bara.
PSS: já ég veit ég er lasin 3 hjól er soldið mikið á einu ári, ætti sennilega að fara að grisja bílskúrin svo ég geti keypt meira næsta sumar, vill einhver kaupa KX250 ‘99 eð KX250 ’00 ;)
kv
Froggy