Árshátið Ný styttist í árshátíð VÍK sem verður sú flottasta EVER í ár. Það má eiginlega segja að árshátíðin byrji föstudaginn 19. nóv. og endi ekki almennilega fyrr en á sunnudagsmorgun (hjá sumum :) því að VÍK ætlar að halda Stórsýninguna - Allt í botni 2004 í Reiðhöllinni föstudagskvöld og laugardag og svo endar þetta auðvitað með formlegri árshátið um kvöldið. Það verður því nóg að gera næstu helgi hjá drullumöllurum og áhugamönnum um sportið. Sýningin í Reiðhöllinni verður glæsileg og í raun hefur svona sýning aldrei áður verið haldin því að fyrir utan að sýna fullt af allskonar mótorhjólum og vörum frá hinum ýmsu umboðum þá mun einnig verða keppni í MotocrossSpeedway og heimsfrægur Trail ökumaður Steve Colley mun sýna listir sýnar. Allt undir sama þaki … þú situr bara, hefur það gott og fylgist með aksjóninu! Fylgist með tilkynningu frá VÍK á næstu dögum þar sem skráning í Speedway byrjar og allt verður útskýrt betur.


MIðasala er í fullum gangi á árshátíð VíK hér á www.motocross.is, en henni líkur föstudaginn 19. nóvember, þannig að það er um að gera að tryggja sér miða í tíma. Einnig fer miðasala fram í Moto, Nethyl 1 og í JHM sport, en rétt er að geta þess að JHM sport er flutt að Stórhöfða 35. Einnig hægt að kaupa miða í MOTO, JHM, Velhjól og Sleðum.

Matseðill.

Forréttur:
Risahörpuskel og skötuselur á spjóti með safranrísottó, humarsósu og baqet.

Aðalréttur:
Marineraðar lambalundir með
fondande kartöflum, gljáðu grænmeti og madeirasósu.

Eftirréttur:
Sælkeraterta með berjassósu og
ferskum jarðaberjum.