Ég prófaði motocross í fyrsta sinn í vor og ég er gjörsamlega “hooked”, ég fer upp á braut eins oft og ég mögulega get það þýðir 1-3 sinnum í viku, sem er snilld, mér einfaldlega líður ekki vel nema ég komist reglulega upp á braut.

Ég kem úr Reykjavik þannig að valkostirnir eru Álfsnes eða Broadstreet, að því að ég best veit er Álfsnes brautin alltaf opin nema annað sé tekið fram sem er náttúrulega frábært þar sem vinna og veðurguðirnir spila sjaldnast saman er það stærsta ástæðan fyrir því hvað ég hef getað farið oft upp á braut. Álfsnes brautin hefur þó einn stóran galla sem við vitum sjálfsagt flest að brautin verður alfarið ónothæf í bleytu, það er sjálfsagt lítið sem ekkert við því að gera þarsem jarðvegurinn á álfsnesi er mjög sérstakur, og þá hefur Broadstreet brautin komið sterk inn, jarðvegurinn þar er mikið til sandur sem þolir mun meiri bleyt og ekki skaðar hvað brautin þar er mikil snilld, brautin getur Álfsnesinu ekkert eftir og á ég sjálfur mjög erfitt með að gera upp við mig hvor brautin mér þykir skemtilegri, (pst, svona okkar á milli þá er broadstreet skemtilegri, fer bara ekki eins ofta þangað því það er styttra á Álfsnesið ;).
Helsti gallin við Broadstreet, (nei fyrirgeðu EINI) gallin við Broadstreet er hvað hún er lítið opin, ég þekki svosem ekki skýringu á því hvers vegna hún er svona lítið opin, þó ég geti auðveldlega ýmindað mér ýmsar ástæður, eins og slysahættu ef menn eru einir á ferð og eftirlit með umgegni á svæðinu, veit ekki hvort þetta séu aðal ástæðurnar, væri gaman að fá raunverulegu ástæðurnar frá þeim sem veit.

Nú er sumarið að verða búið og haustið að ganga í garð og þá vakna upp áhyggjur hjá mér um framhaldið. Nú verður æ algengara að Álfsnesið verði of blautt til notkunar og fáu stuttu opnunar tímarnir á Broadstreet hræða mig því ég sé ekki fram á að getað komist á braut í haust, þetta gæti skánað þegar fer að frysta því ég get svosem alveg ýmindað mér að Álfsnes brautin gæti verið mjög skemtileg þegar efsta jarðvegslagið fer að frysta þ.e.a.s ef brautin verður opin í vetur.

Því væri frábært að fá svör við spurningum eins og verða brautirnar opnar í vetur? Hvers vegna er opnunartími Broadstreet svona stuttur? og hvað get ég sem ólæknandi áhugamaður lagt af mörkun til að lengja hann? Ætti maður kanski að fara að íhuga að grafa upp garðin hjá sér til að eiga möguleika á að stunda sportið í vetur?

Að lokum vil ég koma á framfæri Innilegum Þökkum til þeirra sem sjá um Brautirnar á Broadstreet og Álfsnesi, án ykkar hefði ég aldrey uppgötvað hamingjuna sem motocross er og án ykkar mun ég og aðrir sjúklingar ekki hafa athvarf til að sinna fíkn okkar, þar sem ólíklegt er að konana leyfi mér að grafa upp garðin ;)

PS: ég veit ég kann ekki að stafa, engin ástæða til að benda mér á það.

Bestu hveðjur og innilegar þakkir.
Baddi