Ég ætla að fjalla hérna aðeins um blöndunga á mótorhjólum.
.
Það eru 2 gerðir af blöndungum vinsælastar á mótorhjólum í dag, CV blöndungar og Slide blöndungar. CV stendur fyrir Constant Velocity, þeir vinna á þann hátt að þeir gefa meira bensín/loft eftir sogi vélarinnar, skýri það betur út á eftir, en Slide blöndungar vinna á þann hátt að þú stjórnar bensín/loft magni sjálfur beint… nú skal ég útskýra…
.
Í CV blöndungi, (er á flestum götuhjólum) þá er bensíngjafarbarkinn tengdur við blöðku sem er vélarmeginn á blöndungnum, þ.e. þegar þú snýrð upp á gjöfina þá opnar þú blöðkuna, og þar með byrjar vélin að soga bensín/loft gegnum blöndunginn, við þetta þá myndast sog líka í toppnum á blöndungnum, en þar er stimpill sem er tengdur í gúmmí blöðku og þegar það myndast sog fyrir ofan stimpilinn þá sogast hann upp, og þar af leiðandi opnar hann fyrir loftflæði gegnum blöndunginn.
Þessir blöndungar eru vinsælir á götuhjólum vegna þess að þeir eru þýðari en Slide blöndungar, þ.e. inngjöf og afsláttur gjafar er mýkri vegna þess að það er loftsog sem stýrir í raun inngjöfinni… ef þessi blaðka sem er tengd í stimpilinn að ofan rifnar, þá hættir loftsogið að virka og stimpillinn hættir að sogast upp…
.
Slide blöndungar vinna eins, þ.e. það er stimpill inni í blöndungnum sem fer upp og niður, en þar er bensíngjöfin tengd beint í stimpilinn, þannig að ef þú snýrð upp á gjöfina þá lyftirðu stimplinum beint upp,, þessir blöndungar eru fljótari að taka við sér, og eru þess vegna oftar notaðir í keppnishjól, t.d. moto cross hjól, en ókosturinn er að ef þú snýrð of snöggt upp á gjöfina þá fær vélin of mikið bensín/loft og getur kæft á sér.
.
Það er nál sem er tengd í þennan stimpil, þessi nál er kölluð Jet Needle, hún fer inn í gat sem liggur frá opinu á blöndungnum niður í flotskálina sem geymir bensínið, þegar stimpillinn fer upp þá opnar nálin fyrir gatið, (nálin er keilulaga) (tapered) og við það þá sogar sogið frá vélinni bensín upp um gatið og inn í vélina.
Eftir því sem stimpillinn fer hærra þá verður opið gegnum blöndunginn stærra, = meira sog frá vél, = Jet Needle opnar gatið meira = meira bensín = meiri snúningur.
Gatið sem þessi nál, (Jet Needle) er í heitir Main Jet, Main jettinn virkar frá hálfri gjöf upp í fulla gjöf á flestum blöndungum, en það eru 2 önnur göt frá flotskálinni upp í opið á blöndungum, eitt heitir Pilot Jet en hitt Idle Jet, Idle jet virkar abra fyrir hægagang upp í ¼ gjöf, þessi Jet er sá sem er oftast stýrt með blönduskrúfunni sem er á blöndungnum utanverðum, ef þessi skrúfa er vélarmegin þá stýrir hún bensínmagni í hægagangi en ef hún er loftsíumegin stýrir hún loftmagni fyrir hægagang.
Pilot jet er gat sem stýrir bensíni frá ¼ gjöf upp í ¾ gjöf. Það er í raun ekkert nema loftsog sem stýrir Pilot jet, en það er hægt að stækka alla þessa jetta til að fá meira bensín inn í vélina, en það er það sem kalla að “Jetta” blöndunga.
.
Í flotskálinni eru nokkrir hlutir, Main Jet, Pilot Jet og Idle Jet sem ég er búinn að útskýra, svo er Flotnál og flotholt, Flotholtið sér til þess að ekki sé of mikið né of lítið bensín í skálinni, þegar það kemur bensín inn í skálina þá fer flotholtið upp og lokar fyrir rennslið með því að ýta flotnálinni inn í sæti sem lokar fyrir rennslið, flothæðin er mjög mikilvæg, því ef það er of mikið bensín inn í skálinni þá þarf minna sog frá vélinni til að ná bensíninu upp, þá fær vélin of mikið bensín miðað við loft, en ef flothæðin er of lág, þá gerist hið gagnstæða, þ.e. vélin fær of lítið bensín og getur ofhitnað. Ef það lekur bensín úr blöndungnum hjá þér þegar er dautt á hjólinu þá er flotnálin sennilega orðin léleg, þ.e. hún er hætt að þétta bensínrennslið, það þýðir að þú ert aldrei með rétt flotmagn,, þessar nálar slitna fyrst í blöndungum, en eru ódýrar og auðvelt að skipta um þær. Best er að skipta um bæði nálina og sætið sem hún er í.
.
Svo er innsogið, oftast eru innsog í dag þannig að maður togar út lítinn stimpil sem opnar fyrir göng frá flotskál inn í opið á blöndungum, þessi göng eru næst vélinni neðst í opinu. En einnig eru til innsog á eldri hjólum sem eru bara lok sem lokar fyrir loftflæðið þannig að meira bensín en loft kemst inn á vélina.
.
Loftsíumegin í blöndungum er lúður, þ.e. blöndungurinn breikkar afturúr, þetta er gert til þess að varna hráka,, “Spitback”, en það er þegar vélin gefur frá sér blástur í staðinn fyrir sog, þetta gerist á öllum mótorhjólum, en það sem gerist er að það kemur hljóðbylgja aftur eftir blöndungnum og hægir á sér við þessa breikkun, en þó kastast þessi bylgja á sjálfa sig og snýr við niður í vél, og ýtir þar með bensíngufunum inn í vélina aftur. Einnig virkar þessi lúður á þann hátt að þegar loft er að koma inn í blöndunginn frá lofthreinsara, þá lendir loftið á lúðrinum þar sem hann er víðastur, en eftir því sem lúðurinn þrengist þá eykst hraðinn á loftinu og þar af leiðandi meiri hraði = meira bensín = meiri kraftur….
.
Vona að einhverjum hafi þótt þetta fróðlegt, kem með meira seinna….