Varðandi Álfsnes brautina, þá er hún opin alla daga og nú erum við farin að
rukka inná brautina.
Þeir á Esso bensínstöðinni í mosó koma til með að rukka inná brautina og það
gilda sömu reglur og í Sólbrekkubrautinni það er að segja að menn verða að
líma miðann hægra meginn að aftanverðu á framgaffalinn.
Það koma upplýsingar mjög fljótlega varðandi árskort í brautirnar.
Á fimmtudaginn er stefnt að því að slétta brautina og verður brautinni lokað
á meðan lagfæringum stendur.
Vonumst til að klára verkið á 3-4 tímum.
Best regards/Kær kveðja
Haukur Thorsteinsson
Sólbrekkubraut ( Broadstreet )
OPNINARTÍMI Í VIKUNNI ER 18 -22 MÁNUDAGA TIL FIMMTUDAGS. LOKAÐ ER FÖSTUDAGINN 21 VEGNA UNDIRBÚNINGS FYRIR BIKARKEPPNINA, SEM VERÐUR 22 MAI Í SÓLBREKKUBRAUT.
Motocrossnefndin hefur ákveðið að dagsgjald í allar brautir á vegum nefndarinnar sé innheimt 500 kr. gjald fyrir daginn.(ekki seld hálfsdagskort sama gjald fyrir alla aldurshópa) Menn eru efins að gjaldið dugi fyrir rekstri brautanna en ákváðu þó að prufa þetta lága gjald. Við verðum öll að vera á varðbergi og passa að allir greiði og séu með passa á hægri framgaflinum. Ef menn greiða ekki eru þeir einfaldlega að keyra á þinn kostnað, sem gæti leitt til þess að gjaldið þyrfti að hækka í 1000 kr. Með því að hafa gjaldið svona lágt vonumst við einnig til þess að félagsmenn verði liðtækir í að grjóthreinsa og raka á undan og eftir æfingum.
Sölustaðir fyrir passa verða hjá Esso í Hafnarfirði og Fitjanesti (Orkan við hlið Bónus þegar ekið er inn til Keflavíkur(Pabbi Arons)) fyrir Sólbrekkubraut. Nánar á: http://www.motocross.is/umgengisreglur/solbrekkubraut.h tml
Svalbarðseyri (Akureyri)
Hjólamenn athugið að möguleiki er að við missum brautina ofan Svalbarðseyri ef við tökum ekki í rassgatið á okkur og förum að haga okkur eins og eigandinn vill. Þetta eru einfaldar reglur sem kosta ekki vesen. Lesið og lærið. KKA stefnir á að hafa goðan dag til að laga brautina til og gera klára fyrir alla.
1. Bannað er að hjóla annarsstaðar en í brautinni (Skógrækt fyrir ofan braut)
2. Bannað er að keyra vegin fyrir neðan brautina, koma skal eftir gamla vaðlaheiðaveginum.
3. LOKA HLIÐINU þetta er nauðsynlegt til að halda dýrum frá svæðinu.
4. Ekki henda rusli, ef það er eitthvað týna það þá upp.
Reynum að standa okkur og höldum þá svæðinu.
Vestmannaeyjar
Brautin er alltaf opin og allir velkomnir.
Þessar brautir eru lokaðar:
Selfoss
Fljótshólar
Ólafsvík