Nú nýlega var stofnuð ný nefnd innan VÍK (Vélhjólaíþróttaklúbburinn). Nefndin er Umhverfisnefnd og var stofnuð t.d. útaf því að löggan er búin að banna að hjóla á Kleifarvatni, Djúpavatni o.fl. Nefndin ætlar að fara oft og laga spólför á svæðum sem ekki má hjóla á. Fyrsta ferðin var farin á mánudaginn og var farið upp að Djúpavatni þar sem “alvarleg” spólför voru í mýrum þar og einnig upp brekkur o.fl. Um 15 manns mættu á svæðið og hjálpuðu til. Fólkið sáði í spólför og löguðu þau einnig. Þetta er bara gott fyrir klúbbinn. Er á planinu að fara aftur og reyna að laga önnur spólför. Ekki er kominn staður og tími á þessu ennþá en hvet ég menn til að vera vakandi og fylgjast vel með þegar þetta verður auglýst á motocross.is og icemoto.com. ATH! Þetta er ekkert bara fyrir meðlimi VÍK að mæta þangað því að þetta snertir okkur öll (mótorhjólafólk). Ef við lögum ekki gerist ekkert nema okkur verður bannað að vera allstaðar.
Hvet ég samt alla mótorhjólamenn til að skrá sig í VÍK. Þú geturu skráð þig <a href="http://www.motocross.is/VIK/2004/Felagsskraning/ skraningarbladVIK.asp“ target=”_blank">hér</a>
Ég þakka fyrir mig, og vonandi sjáiði ykkur fært að koma og hjálpa til næst þegar svona verður auglýst.