Ég og Arnar Icemoto fórum til eyja og hér er smá um ferðina..! Það var prufukeyrð öll 250 F hjólin og 125 hjólin frá KTM og TM

Við lögðum af stað með Herjólfi á föstudagskvöldið og með í för voru Einar Púki, Gulli, Helgi Chicken, Kári, Steinn Hlíðar “A.K.A. Stoned”, Árni, Gunni Sölva, Svavar Daðla, Freyr, Torfi, Reynir, Valdi Pastrana, Frikki, Þór Þorsteins og ég. Stoned (Steinn Hlíðar) og Mr. Disko (Kári) voru mættir á svæðið með myndavélina og tóku up helling af vitleysu fyrir myndina sem þeir ætla að gera í sumar. Svarvar Daðla varð sjóveikur og Ældi svo mikið að hann hefur fengið nafnbótina Æla í staðin fyrir Daðla og mun héðan í frá vera kallaður Svabbi Æla.

Morgunin eftir var svo vaknað snemma og voru menn að mæta á brautina um 10 leitið. Um 11 leitið keyrði vestmanneyingur á klöpp í stökkpalli og steyptist frammfyrir sig og lenti stýrið í bringunni á honum, hann var fluttur á spítalann með sjúkrabifreið þar sem hann var skoðaður, sem betur fer þá slasaðist hann ekki alvarlega, stuttu seinna kom Helgi að Svavari þar sem hann lá á grúfu enginn varð vitni að crashinu og veit því enginn hvað gerðist Svavar rotaðist og var fluttur með sjúkrabílnum á spítalann en hann var komin til baka eftir hádegi en því miður þá mátti hann ekki hjóla meira, svo hann varð að láta sér nægja að horfa á. Um eitt leitið var hjólunum stillt upp fyrir myndatöku.

Hjólin sem voru prófuð voru Kawasaki KXF 250, Honda CRF 250, Suzuki RM-Z 250, Yamaha YZF 250, TM 125 og KTM 125. Skoðannir manna skiptust í 2 hópa, þeir sem voru vanir stærri hjólum voru hrifnari af Honduni og Yamaha en þeir sem voru vanir minni hjólunum voru ánægðari með Kawasaki og Suzuki. Ekki fékkst uppúr þeim Reyni, Heimi og Þórir um hvað væru bestu hjólin en þeir voru allir nema reynir sammála um að KTM væri með bestu 125 hjólið. Ég keyrði öll hjólin nema TM og Yamaha og fannst mér KTM SX 125 vera lang besta hjólið, ég er mest hrifin af því hvað 125 hjólin eru létt og meðfærileg en 250F krafturinn er gífurlega skemmtilegur. Af 250F hjólunum fannst mér Kawsaki KXF og Suzuki RM-Z (sama hjólið) vera skemmtilegast. Hondan var með miklu mýkri kraft sem mér finnst ekki eiga við í crossið Valdi Pastrana sjálfur átti í erfiðleikum með að ná yfir table topp pallin á Honduni sem má sennilega rekja til þess hversu mjúkur krafturinn er, þrátt fyrir það er Hondan alveg topp hjól og var fjöðrunin alveg stórskemmtileg.

Eftir daginn fengum við Stoned og Mr. Diskó í heimsókn og skoðuðum við það sem við höfðum fest á filmu yfir daginn og það er vonandi að við fáum sent smjörþefin af video efninu frá Stoned og Mr. Disko, en það var ýmislegt skemmtilegt sem verður spennandi að fá að sjá.


Daginn eftir var ósköp lítið hjólað því að það var orðið frekar hvasst og flest allir voru farnir í land. Við hjóluðum í 1 og hálfan tíma og fórum svo aftur niður á hótel og fórum svo heim með Herjólfi.