Þar sem ekki allir hérna inni hafa aðgang að fjarðarpóstinum og vita ekki hvað þessi umræða er um hef ég ákveðið að skella fréttinni hingað inn:
Blaðinu hefur borist bréf sem hér er birt nokkuð stytt:
,,Ég hef verið löghlýðinn mótorhjóla og mótorsport maður til margra ára og rennur mjög til rifja að sjá þá stöðu sem kominn er upp í þessum áhugamálum mínum, sem m.a. hefur birst á síðum ykkar og ekki að ástæðulausu.
Yfirgangur, frekja, lögbrot og önnur óáran sem ákveðnir hópar torfæruhjólamanna sýna samfélaginu er orðin óþolandi með öllu. Þetta kemur mjög vel fram á þeirra eigin vef, ,,motorcross.is˝ þar sem lýsingar á hegðan þessara manna hefur komið fram í greinum um landspjöll, árásir á landeigendur, hótanir í garð embættismanna, auglýsingum um ólöglegan akstur o.s.frv.
Þessir menn virðast enganveginn átta sig á að akstur torfæruhjóla, án númera, án trygginga, án bifhjólaréttinda og akstur barna undir 17 ára aldri er bannaður með lögum á Íslandi. Það er einungis ein leið til að stunda þennan akstur og það er í löglegum æfingum og keppnum á þar til gerðum svæðum með leyfi yfirvalda, skv. Reglugerð um akstursíþróttir.
Þegar þessir menn ná ekki fram því sem þeir vilja, brjóta þeir bara lögin. Það sást m.a. í slysi sem þið sögðuð frá í Fjarðarpóstinum fyrir nokkrum dögum, þar sem óskráð torfæruhjól ók á bíl í Hafnarfirði. Fyrir stuttu var ekið á barn í Grafarvogi á gangstíg á sama hátt. Í báðum tilfellum var um að ræða keppendur í AÍH eða VÍK, sem eru klúbbar þessara manna. Þegar þessi félög í kjölfar slíkra atburða fá síðan ekki leyfi fyrir keppnishaldi, efna þeir bara til ólöglegra keppna og æfinga annarsstaðar. Því fluttu þeir sig frá Hvaleyrarvatni í annað umdæmi, þ.e. Hafravatn í umdæmi Reykjavíkur þegar leyfi fékkst ekki í Hafnarfirði. Allt án leyfa, trygginga eða annars sem vera þarf til staðar. Því til viðbótar stunda þessi félög ólöglegar æfingar á Hvaleyravatni öll þriðjudagskvöld og rukka fyrir lögbrotið˝
Á vefnum motorcross.is birtist eftirfarandi frétt þ. 5. feb. sl.:
Menn hafa einhvernveginn verið gapandi undanfarið eftir að fréttir af þeirri ótrúlegu ákvörðum Hafnarfjarðarbæar að synja Akstursíþróttafélagi Hafnarfjarðar um leyfi til að keppni einn laugardag á ísilögðu Hvaleyravatni. Vefurinn neyðist því miður til að sparka illilega í rassinn á þeim sem tóku þessa ákvörðun. Napóleón var lágur í vexti og er nafn hans oft notað til áhersluauka þegar fjallað er um,,mikilmennskubrjálæði˝. Þeir eiga þó margt sameiginlegt, Hitler og Napóleón. Heimsyfirráð vildu þeir báðir.
Hvurn andskotann þykist Hafnarfjarðarbær vera að gera. Eru ekki menn lengur við stýrið sem vita hvað jafn réttur merkir. Sumir nágrannar eru þess eðlis að fái þeir ákvörðunarrétt til að veita eða synja þá synja þeir af þeirri einu ástæðu að þeir hafa valdið til þess. Slíkir aðilar eru sjálfum sér til skammar og ég (vefurinn) sem íbúi hér í Hafnarfirði hef skömm af þessari þrá til valdníðslu.
Hafnarfjarðarbær má skammast sín mikið fyrir að mismuna íþróttum á þennan hátt. Þeir sem valdir eru til stjórnsýslu skulu bera þá ábyrgð sem þeir voru ráðnir / kosnir til, en ekki velja alltaf auðveldustu leiðina, þ.e. að samþykkja allt það sem hæst er öskrað. Eins ótrúlegt og það kann að virðast þá eru alltof margir með skítabrúnt nef í áhrifastöðum og þessir menn vita ekki hvað áræðu, sjálfstæð hugsun, skilningur og gagnkvæm virðing er.
Og enn fleirri fréttir af vefnum:
Einmuna veðurblíða á Hvaleyravatni
Á laugardaginn var sól og blíða á Hvaleyravatni. 20 hjól, skemmtileg braut og nýfallinn snjór yfir ísnum.
Hvaleyravatn – lýsing
Kveikt verður á lýsingunni á Hvaleyravatni kl 10 í kvöld þriðjudag, Það kostar 500 kall á svellið.
Þess má geta að Hafnarfjarðarbær hafnaði beiðni Akstursíþróttafélags Hafnarfjarðar um leyfi til að halda vélhjólakeppni á Hvaleyravatni þ. 31. jan. sl. þar sem deiliskipulag svæðisins heimli ekki slíkt.
Þetta er fréttin í heild sinni. Og verð ég að taka undir með bæði þeim sem sendi bréfið inn og Guðna þar sem þó að lögin geti verið ósanngjörn og þeir sem framkvæma þau líka þá eru lög alltaf lög og reglur alltaf reglur.