Fyrir rúmum klukkutíma talaði ég Aron Icemoto við Guðna Gíslason ritstjóra Fjarðarpóstsins. Töluðum við saman á rólegum nótum og ræddum málið frá A-Ö. Nefndi hann til dæmis að honum hafi ekki verið hótað í orðsins fylgstu merkingu heldur taldi hann nokkur orð í tölvupóstinum sem hann fékk frá mér Aroni óbein hótun. Ég vil bara segja hér með að í bréfinu sem ég sendi til hans var alls ekki nein hótun og það sem hann taldi hafa verið hótun var þegar ég nefndi: “Það sem mér fynnst skrítið við svona fréttablað eins og þú ert með að segja vitlaust um mótorhjólamenn og segja eitthvað sem ekki er satt um okkur, þess vegna fynnst mér skrítið að blað eins og þitt vilji leggja það í hættu að skemma orðspor blaðsins vegna umræðna sem ekki eru réttar að hluta til.”
Ef einhverjum ykkar fynnst þetta hótun vil ég biðja ykkur afsökunar.
Guðni nefndi að þetta hafi ekki verið hótun og margt sem sagt hafi verið í DV hafi ekki verið haft eftir honum. En hann nefndi eitt sem er alveg rétt og við mótorhjólamenn þurfum að passa. T.D. á Reykjanesinu er mikill gróður út spólaður eftir einhverja sauðhausa innan sportsins. Þetta verðum við að passa. Við höfum ekki verið með góðan orðspor upp á síðkastið þannig að það að skemma landið okkar bætir ekki neitt, bara skemmir enn meira fyrir okkur.

Er ekki kominn tími til að við tökum okkur saman og reynum að stöðva landspjöll á mótorhjólum. Og þeir sem eru að því endilega hættið því, ekki viljið þið að við missum öll okkar svæði.

Nefndi Guðni einnig atvikið sem átti sér stað um daginn þegar mótorhjólamenn hótuðu manni á áttræðisaldri þegar hann bað þá um að fara úr gryfjunum sínum. Svona á náttúrlega að kæra því að þetta gengur ekki upp.

Takk fyrir,

Aron Icemoto

P.S.

Guðni nefndi að Fjarðarpósturinn er opinn fyrir bréfum jafnt frá mótorhjólamönnum sem og einhverjum öðrum. En skítkast upp í muninn á Guðna gengur ekki upp. Þannig ef einhver hér vill tjá sig á skinsamlegan hátt getur sent honum tölvupóst í sambandi við þetta og jafnvel að hann fari í blaðið.