Ágætu lesendur

Ástæðan fyrir því að ég skrifa þessa grein er sú að ég hef hugsað mér að fara að taka próf á mótorhjól(Bifhjól á fræðimáli)
Í gær fór ég svo á netið og ætlaði að afla mér uppæýsinga um þetta. Hvar væri kennt,hvað væri kennt, hvað kostaði og hvaða réttindi maður fengi þegar maður væri búinn með þetta.
Ég er 18 ára.

Á heimasíðu Ökuskólans í Mjódd stendur eftirfarandi:

“Inntökuskilyrði
Til að fá inngöngu á námskeið, A-réttindi, skal nemandi vera orðinn 16 ára og 6 mánaða. Tveim árum eftir próftöku á 250 cc hjól, eða þegar viðkomandi er orðinn 21 árs gamall, fær hann réttindi á hjól stærra en 250cc.”

“Námskeið fyrir bifhjól, A-réttindi, er 12 kennslustundir og stendur yfir 3 kvöld. Verklegt nám er 9-11 klukkustundir.”

“Gjald fyrir námskeið á bifhjól (A-réttindi) er kr. 11.000 fyrir fræðilega hlutann, en u.þ.b. kr. 40.000 fyrir verklega hlutann. Kennslubók er innifalin í námskeiðsgjaldi”


Hvað er eiginlega málið? Að fá réttindi á 250cc mótorhjól eftir þetta námsekið. Ég tel mig nú vita meira en meðal Jóninn um mótorhjól…Það eru nú ekki mörg hjól til á landinu sem eru 250cc og götuskráð? (auðvitað eru til Torfæruskráð motorhjól s.s. krossari, svo er fjórhjól.) en götuskráð?
Ekki hef ég verið var við mörg þannig hjól, ég leitaði svona nokkuð létt af nýjum hjólum sem voru götuskráð hjá helstu umboðum landsins og fann 2stk. Það voru Kawasaki hjól, og þau eru örugglega ekki til í umboðinu.
Ég meina…af hverju er ekki miðað við 650cc? Það væri miklu eðlilegra, fá svo próf á stærri sjálkrafa eftir 2 ár, yrði einhver ósáttur með það? Held ekki.
Allt í lagi, segjum að ég sé kominn með þetta próf. Hvað á ég að gera fyrstu 2 árin?
Ekki veit ég um nein hjól(fyrir utan það að ég get ekki með nokkrum hætti átt mótorhjól í dag, það er so ógeðslega dýrt að hafa þetta á skrá) sem ég get keipt og verið á. Ég verð bara að bíða eftir því að þessi 2 ár líði og þá geti ég fengið mér hjól og þá nokkuð sæmilegt.
Það hlýtur þá að vera kennt á 250cc hjól í þessu prófi?
Ég læt fylgja mynd með sem ég fann á síðu Ökusólans í Mjódd www.bilprof.is Þessi mynd var undir kennsla/bifhjól. Þetta hlítur þá að vera 250cc….Hvaða tegund er þetta eiginlega?

Þetta sá ég svo á vef Umferðarstofu:



“Flokkur A
Efri lína veitir rétt til að stjórna:
Litlu bifhjóli, en undir það flokkast:
Tvíhjóla bifhjól án hliðarvagns þar sem hlutfall vélarafls og eigin þyngdar fer ekki yfir 0,16 kW/kg.
Þá má vélarafl bifhjólsins ekki fara yfir 25 kW,
Tvíhjóla bifhjól með hliðarvagni þar sem hlutfall vélarafls og eigin þyngdar fer ekki yfir 0,16 kW/kg,
Þríhjóla bifhjól,
Létt bifhjól og
Torfærutæki.”


“B(Almennt Bílpróf): Veitir réttindi til að stjórna:
7: Torfærutæki”

Samkvæmt þessum upplýsingum fær maður réttindi til að stjórna torfærutæki(Krossara, fjórhjóli, sexhjóli, þríhjóli og snjósleða)
með almennum ökuréttindum(B) Þannig að ekki þarf ég að fá mér mótorhjólapróf til að keyra krossara eða endúru hjól sem er torfæruskráð.

Niðurstaða mín á þessu er:
Ég fæ mér mótorhjólapróf 18 ára til þess eins að geta beðið eftir því að ég verði tvemur árum eldri með þessi réttindi svo ég geti farið og fengið mér “nothæft” hjól.

Er ekki eitthvað gallað í svona kerfi?
Til hvers er þetta eiginlega?

Endilega hafið skoðanir á þessu.
Ef til vill er þetta reigin misskilningur hjá mér, þá ætla ég rétt að vona að einhver sjái sér fært að leiðrétta rangt mál hjá mér og bera fyrir því rökum.

Með von um góðar viðtökur,

Ómar Gunnarsson
Ómar