BÚIÐ AÐ LOKA FYRIR SKRÁNINGU Á KLAUSTUR!
Þeir sem skrá sig úr þessu fara á biðlista.
Hann(Kjartan) lét það koma skýrt fram að aðeins 300 keppendur mundu fá að taka þátt í ár. Þetta er í þriðja sinn sem hann heldur keppnina og kannski á fjórða ári getur hann ráðið við 400 keppendur en 300 verður hámarkið þetta árið.
Keppnin er haldin í landi Efri-Víkur. Efri-Vík er í u.þ.b. 5 km fjarlægð frá Kirkjubæjarklaustri við þjóðveg nr. 204
Keppnisform:
Raðað verður á rásstað eftir því hvenær menn skrá sig, fyrstir skrá fyrstir fá.
Ekið verður að lágmarki í 6 klukkustundir.
Menn geta ýmist verið einir eða þá í tveggja manna liði.
Keppendur fá afhenta nálgunarbólu sem tölvuskanni les í lok hvers hringjar.
Þessi nálgunarbóla verður að fylgja þeim ökumanni sem ekur í hvert skiptið.
Ekki er um aðra talningu að ræða þannig að ef nálgunarbólan týnist verða ekki fleiri hringir skráðir.
Keppendur bera alla ábyrgð á nálgunarbólan að hún fari í gegnum skannann.
Veitta verða eftirfarandi verðlaun:
Grjótið er veitt fyrir fyrsta sætið yfir heildina
1, 2 og 3 sæti fyrir liðakeppni
1, 2 og 3 sæti fyrir einstaklingskeppni
1 sætið í Bara Íslendingar (er háð því hvort að útlendingar taki öll efstu sætin líkt og gerðist 2003)
1 sætið fyrir karl/kona (kynblandað lið, nei það er ekki nóg að klæða sig eins og kona)
1 sætið fyrir 90+ (samanlagður aldur keppenda í liði verður að vera 90 eða meiri)
hraðasti hringur (svo framarlega sem Gaua tekst að láta tölvukerfið virka)
Allar nánari upplýsingar um keppnina eru á http://www.ismennt.is/not/kjartanh/klaustur/
Ég vona að sjá sem flesta, en hvernig lýst ykkur á þetta?