Jæja nú styttist óðum í nýtt og gott tímabil.
TeamKFC unglingaliðið er ný orðið eins árs gamalt. Og byrjaði sitt fyrsta ár með aðeins 2 ökumönnum Helga Má og Gunnlaugi. Þegar tímabilið byrjaði vorum við búnir að vera í svíþjóð i 3 vikur að æfa. Fyrsta keppni okkar í íslandsmótinu var í enduro þolakstri það var nokkuð skemmtileg keppni mikil drulla og erfiðar brekkur á köflum sem var bara gaman Gulli endaði 3 í heildina og Helgi Már í því 5. Í fyrstu motocross keppnini kepptum við í bæði Unglinga og B flokk. Gulli vann unglinga flokkin og Helgi Már í 3 sæti eftir unglingaflokks keppnina var farið í tímatökur fyrir A og B flokk sá sem var með besta tíman mátti velja sér rásstað fyrstur og koll af kolli. Gulli var með 3 besta tíman í flokk og Helgi Már þann 5. Í keppnini sjálfri endaði Gulli í 2 sæti yfir heildina og Helgi Már i 6.
Úrslit árið 2003 hjá TeamKFC:
Gunnlaugur Karlsson varð íslandsmeistari í Unglingaflokk og Helgi Már varð annar. Gunnlaugur varð þriðji til íslandsmeistara í B flokk og Helgi Már sjöundi. Í enduro B flokk varð Gulli í fjórða sæti til íslandsmeistara en hann keppti aðeins í tvem keppnum af þrem en Helgi Már varð að láta sér nægja sjötta sætið þótt hann hafi keppt í öllum keppnunum.
Árið 2004 hjá TeamKFC:
2004 árið á eftir að vera mjög skemmtilegt þar sem liðið er fullskipað. Það komu 2 nýir inní liðið fyrir þetta tímabil Aron “Pastrana” Ómarsson sem er betur þekktur sem besti 85 ökumaður íslands hann er komin á KTM 85 SX þetta er í fyrsta árið sem KTM er með 85 hjól á markaði. Aron er sá fyrsti til að keyra KTM 85 SX á íslandi einnig gerði hann samning við KTM Ísland og TeamKFC. Svo er það Sveinn Aron Sveinsson sem er komin á KTM 125 SX en hann keyrði á Hondu tímabilið 2003. Gulli og Helgi verða að sjálfsögðu enþá í liðinu en þeir eru fyrstu íslendingarnir til að fá alvöru verksmiðju keppnishjól þetta hjól heitir KTM 125 SXS og er factory tjúnnað.
Liðið árið 2004 verður svona:
Nafn: Gunnlaugur Karlsson
Aldur: 14 ára
Gælunafn: Gulli Langston
Hjól: KTM SXS 125
Fyrstahjól: Yamaha PW 50
Byrjaði að hjóla: 5 ára
Félag: VÍK
Keppnisnúmer: 111
Fyrsta keppni:
Heimabær: Reykjavík
Uppáhalds ökumaður: Grant Langston
Nafn: Helgi Már Gíslason
Aldur: 15 ára
Gælunafn: Helgi Kjúklingur
Hjól: KTM SXS 125
Fyrstahjól: Yamaha TTR125 L
Byrjaði að hjóla: 12 ára
Félag: VÍK
Keppnisnúmer: 888
Fyrsta keppni:
Heimabær: Hafnarfjörður
Uppáhalds ökumaður: Travis Pastrana
Nafn: Aron Ómarsson
Aldur: 15 ára
Gælunafn: Aron Pastrana
Hjól: KTM SX 85 með 105cc kit
Fyrstahjól: Suzuki RM 80 árg. 1990
Byrjaði að hjóla: 13 ára
Félag: VÍK / VÍR
Keppnisnúmer: 666
Fyrsta keppni: Selfoss 2002
Heimabær: Grindavík
Uppáhalds ökumaður: Travis Pastrana
Nafn: Sveinn Aron Sveinsson
Aldur: 16 ára
Gælunafn: Svenni Pípari
Hjól: KTM 125 SX
Fyrstahjól: Suzuki TS 70
Byrjaði að hjóla:
Félag: VÍK
Keppnisnúmer: 43
Fyrsta keppni:
Heimabær: Grafavogur
Uppáhalds ökumaður: Langston
Heimasíða liðsins er www.teamkfc.tk þar er hægt að sjá viðtöl við liðsmenn og margt fleira endilega skoðið!!