Það hafa eflaust margir heyrt um það að Einar púki hafi rekið Jón guð af verkstæðinu sínu (Bifreiðaverkstæði Reykjavíkur) útaf því að Jón keypti sér GasGas.

Núna segja margir að einar sé fáviti eða eitthvað í þá áttina. Þetta getur varla verið þótt Jón sé búinn að staðfesta þetta. Getur þetta virkilega verið. Ekki trúi ég því að Einar hafi rekið hann útaf því að hann fær sér annað heldur en KTM. Þótt Einar eigi í Moto þá eiga menn á verkstæðinu hans alveg að geta keypt sér önnur hjól heldur en KTM. Eins og ég segi þá er ég ekki að trúa þessu, ef þetta er satt þá hljóta að hafa verið einhver ágreiningsmál á milli þeirra fyrir þetta. Kannski notfærði Jón sér það að hann var rekinn og sagði þess vegna vitalust frá.

Einar er fullorðinn maður og þess vegna er maður ekki að trúa þessu. Ég er búinn að senda tölvupóst til Einars og biðja um hans útgáfu á þessu máli og ég bíð bara eftir svari frá honum. Einar er mjög fínn náungi og það er eiginlega útaf því sem ég trúi þessu ekki, getur ekki verið að maður geti ekki unnið hjá einhverjum og síðan er maður rekinn ef maður á ekki hjól sömu tegundar og hjól sem eigandinn ekur um á og á hluta í umboðinu fyrir hjólið.

Ef einhver veit meira um þetta mál þá má hann alveg svara greininni og segja um hvað þetta snérist um.

Kveðja,

Wiss (Aron Icemoto)
——————–
<a href="http://www.icemoto.com">www.icemoto.com</a>
– ——————