Honda CRF 250 er búið að fá hreint “ÓTRÚLEGA” dóma allstaðar úr heiminum. Menn segja að það sé svo þægilegt að “höndla” hjólið í hvaða aðstæðum sem er. Hjólið er 4-gengis og aðeins 93 kíló.
Menn víðsvegar um heim eru að fara af CRF 450 og yfir á CRF 250 því það er milklu þægilegra að vera á svona léttu hjóli sem þægilegt er að stjórna.
<B>Upplýsingar um hjólið</B>
Módel: 2004 Honda CRF 250 R
Verð: Leitið upplýsinga hjá Bernhard ehf. Hjólið er væntanlegt í lok árs 2003.
Vél: 249,8 rúmsentimetra vatnskæld. Eins strokka fjórgengisvél
Breidd og slag: 78,0mm x 52,2mm
Inntaka: Einn yfirliggjandi knastás; fjórir ventlar
Blöndungur: 37mm með flötu spjaldi
Framfjöðrun: 47 mm Showa demparar á hvolfi með 16 stillingum á bakslagi og 16 stillingum á þjöppun; 31,5 cm í slag (12,4“)
Afturfjöðrun: Pro-Link Showa dempari með stillanlegu gormastæði, 17 stillingum á bakslagi og þjöppun skipt uppí hæga (13 stillingar) og hraða (3,5 hringir). 32,0 cm í slag (12,6”)
Frambremsa: Einn 240 mm diskur með tveimur dælum
Afturbremsa: Einn 240 mm diskur
Framdekk: 80/100-21
Aftudekk: 100/90-19
Hjólhaf: 148,8 cm
Lengd: 217mm
Sætishæð: 94,7 cm
Hæð frá jörðu: 34,8 cm
Tankur: 7,5 lítrar
Litur: Rautt
Hér á Íslandi er biðlisti eftir þessum hjólum. Þeir eru ófáir Íslendingar sem ætla að fá sér þetta hjól þar að nefna eru þeir Jói og Bjarni Bærings, Reynir #3 o.fl.
Það verður gaman að sjá hvernig hjólið mun virka í keppnum hér á Íslandi en það fáum við ekki að sjá fyrr en á næsta ári.