Aron Pastran gengin til liðs við TEAM-KTM:
Aron mun aka KTM 85sx,þetta er fyrsta árið sem að KTM er með 85 hjól.
Hjólið kemur mjög vel út útí löndum, og 85cc ökumenn sem Aron Hefur tala við
segja að þetta sé bara ‘awesome bike’ þannig að hann er vongóður.Hann byrjar á því að aka um á 85 kúbikunum, en síðan í Apríl stendur
til að hann fái 105cc kitt á hjólið, sem verður þá stærri cílender og stimpill.
Einar Sig. enduro guð og Kalli fóru út á námskeið í síðustu viku og fékk
Einar að testa hjólið. Ekki var annað að sjá á svipnum á honum en að hjólið
sé alveg geðveikt kraftmikið og var hann alveg steinhissa á torkinu í hjólinu.
Hjólið er með 43mm framdempurum sem eru mun lengri en
á flestum 85 hjólum. Suzuki 37, Honda 38, þannig að þar er
talsverður munur. Einnig koma excel gjarðir með hjólinu
og krómpúst sem og fatbar alvöru stýri. Vökvakúpling.
Þessar fréttir eru alveg réttar enda Karl Gunnlaugsson liðstjórinn sjálfur sem sendi þessar fréttir inn.
Valdi Pastrana og Mikki gengnir til liðs við Yamaha:
Það gerist nú ekki á hverjum degi að toppmenn færa sig um set og skipta um tegund en dagurinn í dag er öðruvísi. Valdi og Mikki eru gengnir til liðs við Yamaha. Mikki mun vera á YZ250 en Valdi er ekki búinn að gera upp hug sinn hvort það verður YZ125 eða YZ250.
Þeir Valdi og Mikki taka sess við hlið Gunnlaugs ( Gulla Sonax ) í Yamaha liðinu. Þetta er ROSA góður samningur sem valdi gerði við yamaha er maður að heyra…Ég kem með fleiri fréttir þegar ég frétti einhvað!!