Mikið er rætt um þetta á spjallkorknum http://boards.gamers.com/messages/overview.asp?name=End uro .
Mér langar að deila þessu með ykkur og fá að sjá ykkar álit.
Valdi Pastrana sagði:
´mér fynst að það ætti að breita núverandi 125 unglingaflokknum í opinn 125 2t- 250 4t Opinn flokk. þ.e. fyrir hvaða aldur sem er.
Það eru svo margir ungir strákar sem eiga bara eftir að bæta sig í framtíðinni og eru núna á 65cc upp í 125cc.
Málið er að þeir eru kanski smeikir við að fara í flokk með öllum gömlu frekjuhundunum.
En tökum sem dæmi Gulla KTM, hann er búinn að keppa í unlingaflokk í sumar og er búinn að vinna hann með yfirburðum. Hann tók líka þátt í B-flokk og var oftar en ekki í toppbaráttunni þar.
Segum svo að hann hefði verið (kanski er hann það ég veit ekki) í fyrstu sætunum þar, þá ætti hann eftir öllu að fara upp í meistaraflokk,,, en hann er bara of ungur.
Það sem ég er að reyna að segja er að mér fyndist sniðugara að hafa bara 125 flokk sem allir mættu keppa í og svo 250+ þar sem allir gömlu karlarnir yrðu!
Ingi Tryggvason kom með þess tillögu:
Ég er með eina hugmynd af breytingu eða öllu heldur viðbót við motocrossið 2004. Þar sem mikil aukning hefur verið á notkun 125cc hjóla hér á landinu, og nú með komu 250cc fjórgengishjóla sem tilheyra sama flokki, finnst mér að það sé kominn tími á að við krínum íslandsmeistara í þessum flokki innan meistaraflokks. Ég er ekki að tala um að það verði keyrðir 2 meistaraflokkar í sitthvoru lagi því það er ekki enn þá næg þátttaka til þess. Mín tillaga er sú að við keyrum einn meistaraflokk á keppnisdag, eins og við höfum gert, og allir sem keppa í honum fá stig til íslandsmeistara í opnum flokki (allar hjólastærðir leyfðar). Hinsvegar myndum við líka telja stig þeirra sem keppa á 125cc tvígengis- eða 250cc fjórgengishjólum sér og krína íslandsmeitara í 125 flokki eða hvað sem við kjósum nú að kalla þennan flokk. Með þessu er ekki verið að gera neitt annað en að auka spennuna í sportinu. Í stað þess að aðal baráttann sé alltaf á milli þeirra sem eru að berjast um fyrsta sætið (Raggi & co) er kannski önnur spennandi keppni í 8-9 sæti um forustuna í 125 flokknum. Með þessu erum við að búa til meiri samkeppni og meiri spennu sem gerir sportið þeimur áhugaverðara. Keppnisdagurinn yrði eins og vanalega (3 moto). Þessar breytingar hafa heldur engin áhrif á þá sem keppa á stóru hjólunum. Það eina sem þessi breyting hefur í för með sér er að það þarf að reikna fleiri stig á keppnisdag og kaupa 3 auka dollur eða verðlaunapeninga sem setur engann á hausinn.
Það væri gaman að opna þessa umræðu og heyra hvað öðrum finnst um þessar breytingar, bæði í þeim sem eru sammála og einnig væri gaman að fá rök frá þeim sem eru ósammála.
Kv, Ingi Þór Tryggvason
Svo kom Ingi með smá bónus pælingu eins og hann sagði!:
Þessar umræður eru alger snilld og löngu tímabærar.
Það virðist sem allir vilji keyra 125 meistaraflokk og miðað við það sem maður er að heyra erum við ekki langt frá því að hafa næga þátttöku til þess að keyra hann sér. Það væri náttúrlega alger snilld að krína íslandsmeistara í 125 flokki og opnum flokki eins og er gert í flestum löndum. 2 íslandsmeistarar. gaman gaman …
En hér er smá pæling til viðbótar ef að flokkarnir yrðu keyrðir í sitthvoru:
Hvernig væri að keyra þetta eins og þeir gera í Bretlandi? Hver flokkur keyrir 3 moto nema til þess að komast í 3ja moto-ið þarftu að vera í topp 10 í þínum flokki eftir fyrstu 2 umferðir. Í 3ja og síðasta moto-i dagsins keppa svo saman 10 efstu úr 125- og opna flokknum í svokölluðu Superfinal. Þau stig sem þú færð í Superfinal eru góð og gild eins og stigin úr fyrsta og öðru motoi og skipta því máli þegar heildar stig dagsins úr hvorum flokki eru talin. Síðan í lok keppnis dag eru veitt verðlaun fyrir 125 og opin flokk samanlagt en að auki er veittur sér bikar fyrir Superfinal sigur hverju sinni. Ég held að þetta gæti sett smá kridd í þetta og aukið spennu fyrir áhorfendur.
Það væri jafnvel hægt að bjóða top 3 úr b-flokki að vera með í superfinal þannig að síðasta moto dagsins væri svona the best of the best!!! Þetta er bara svona smá pæling sem ég held að gæti aukið skemmtanagildi fyrir áhorfendur og okkur sem keppa.
Hvað finnst ykkur þarna úti?
Já ef þið viljið sá meira um þetta er bara að fara inná :
http://boards.gamers.com/messages/overview.asp?name= Enduro