Yamaha Haukur hefur fest kaup á VH&S (Vélhjól og sleðar). Seljandinn Steini Tótu hefur verið í bransanum í 15 ár og er einfaldlega kominn með “Ógeð” á búðinni eða segji bara svona. Ekki veit ég hvað Haukur mun gera, hvort hann muni flytja úr litla húsnæðinu sem mér finnst samt líklegt.
Hvort upprisu Kawasaki sé að ræða með kaupunum veit ég ekkert um en held ég að VH&S séu núna komnir með aðila sem mun sinna þessu vel (ekki ílla meint til Steina) og vera meira “Aktívur” keppinautur við aðrar búðir.
<B>ATH!</B>
Ekki hefur Ragnar Ingi selt verkstæðið og er hann ennþá með það og er ég nokkuð viss um að það muni fylgja VH&S næstu árin.
Vill ég óska Hauki og fjölskyldu hans til hamingju með kaupin og vonandi mun koma enn einn keppinautur í bransann sem mun byrja með “Kawasaki tímann” á Íslandi.