Núna er enduroið við Húsmúla lokið. Þetta var dúndur keppni og mikil drulla. Mikið var um drullupitti sem keppendur voru að festa sig og hefðu ekki áhorfendur vaðið útí og hjálpað þeim þá væru þeir sennilega ennþá fastir :D.
Eftir fyrri umferð hjá meistaraflokki hættu margir eins og Ragnar Ingi Stefánsson, held ég að það hafi verið útaf hjólinu (bilaði).
Gunnlaugur Karlsson keppandi í Baldursdeild lenti í því ömurlega atviki að fá vatn upp í pústið hjá sér og drekkti hjólinu. Var hann byrjaður að taka kertið af hjólinu þegar liðsmaður hans stöðvaði hjá honum og byrjaði að hjálpa Gunnlaugi, Helgi á skilið að fá metalíu fyrir þetta D:.
Einar Sigursson vann keppnina og tryggði sér einnig Íslandsmeistaratitilinn.
Myndir frá keppninni eru á <a href="http://www.icemoto.com“target=_blank”>www.icem oto.com</a