Það hefur mikið verið spáð og spauglerað síðastliðna daga í sambandi við <a href="http://www.icemoto.com“target=_blank”>icemoto. com</a>
Það nýjasta er “Netverslun” og er MJÖG mikið verið að spá í þessari hugmynd.
Síðan yrði þá þannig að maður myndi panta á netinu vörur og fá þær innan einhvers tíma, allavega til að byrja með myndum við panta allar vörur eftir pöntunum en ekki hafa á lager því það er ekki beint til mikið fjármagn til að notast við.
Við forsvarsmenn icemoto.com myndum keppast við að hafa sem lægsta verðið. Það sem yrði í boði væri: Enduro og crossfatnaður, hlífar frá a-ö límmiðakitt, legur, standar og bara að nefna það.
Það sem mig langar til að spyrja ykkur var: Mynduð þið versla í netverslun icemoto.com ef verðið væri gott ?
Einnig væri ég til í að fá einhverjar hugmyndir frá fólki (eitthvað sem icemoto myndi hafa en aðrir ekki).
Með fyrirfram þökkum,
F.H. Icemoto.com
<a href=“mailto:aron@icemoto.com”>Aron Frank Leópoldsson</a