Laugardaginn 23.ágúst klukkan 14:00 verður fyrsta motocrosskeppni á nýju motocross brautinni á Álfsnesi.

Núna er nýja brautin tilbúin og er hún orðin “GEGGJUД ef svo má að orði komast. Það eina sem mér finnst persónulega vera að er að brautin er moldarbraut og í rigningu og eftir rigningu verður brautin bara leðja og varla ekileg.

Ég held að það muni kosta 500 kr. inn á keppnina fyrir áhorfendur og er búist við á annað hundrað manns inn á svæðið.

Fyrir hann sem langar til að prufa brautina: Mánaðargjald er 2500 kr. inn á brautina fyrir 17 ára og eldri en 1000 kr. 16 ára og yngri (árið gildir). Þegar hefur verið prentað mánaðarkort sem gildir í þetta skipti út September. Við verðum svo öll að fylgjast með því að eingöngu séu menn í brautinni sem hafa mánaðarkortið á demparanum. Mánaðrkortin eru í númeraröð. Söluaðilarnir munu halda skrá yfir hverjir hafa keypt miðan, þeir senda nöfnin inná motocross.is og Guðjón ætlar að birta nafnaskrána á netinu. Söluaðilar eru Vélhjhól og sleðar verkstæði, JHM SPORT, Púkinn og MOTO.

Fjölmennum á laugardaginn og skemmtum okkur vel.

Myndir munu koma strax eftir keppnina inn á <a href="http://www.icemoto.com“target=_blank”>www.icem oto.com</a