Ég vildi bara minna fólk á 3.umf. íslandsmótsins í mx sem fram fer á Álfsnesi þann 23.ágúst nk. Þetta er í fyrst sinn sem keppt verður á brautinni, og búist er við ofur þáttöku, enda brautinn ein af þeim flottustu á landinu.
Unglingaflokkur verður ræstur kl. 10:30 og eru stelpurnar þar fremstar í flokki, en Meistara- og B-deild kl.14:00.
Selt verður inn á keppnina og kostar 500 pr.mann. Búið er að bjóða stórum hluta af Borgarstjórn Rvk, og er Siv Friðleifs búinn að boða komu sína.
Þetta er viðburður sem enginn má láta framm hjá sér fara. Við verðum að fjölmenna og sýna þessum sýslumönnum að þessi íþrótt sé kominn til að vera!!!
Sjáumst hress…
Sara#64