Ok… tryggingarnar eru alltof háar…
Og tryggingarfélögin þurfa jú reyndar stundum að borga út háar fjárhæðir vegna slysa á mótorhjólum (eða fólki öllu heldur.)
Málið er líka það, að oft eru gamlir hjólamenn að setjast aftur á hjól (var svoldið mikið um það á seinasta ári). Þá eru þetta kannski menn um 40+, og í mjög góðum stöðum hvað varðar laun og fleira, og þegar þetta fólk lendir svo í slysi, þá getur það kostað háar peningaupphæðir.
En auðvitað er það ökumaður hjólsins sem ber mestan skaðann, því hann “frjáls”, þ.e. hann er ekki inn í bíl sem verndar hann.
En, einsog einhver benti hérna á, í 85% tilvika, er það ökumanni bifreiðar að kenna, en ekki ökumanni hjólsins.
Og fyrst að það er verið að rukka mótorhjóla fólk meira, fyrir mistök ökumanna á bílum, í staðinn fyrir ökumenn bílana. Og vegna þess að það er ökumaður hjólsins sem skaðast mest.
Afhverju eru þá ekki gangandi vegfarendur (allir þeir sem labba í vinnu t.d.) ekki rukkaðir um $$$$$$$$$$ tryggingar?
Það er nefninlega ekki svo óalgengt að bílar keyri á fólk.
Til að byrja með, þá eru gangandi vegfarendur í rétti í 99.9% tilvika. (Munar ekki nema 15% á því og hjólum.)
Og, ef að bíll og gangandi maður lenda saman, þá er það alltaf sem að maðurinn sem var gangandi sem ber meiri skaða. Og þar af leiðandi kostar þetta fullt af peningum.
Auðvitað getiði komið með fullyrðingar einsog að segja að gangandi vegfarendur séu ekki á götunum einsog bílar og mótorhjól. En samt er svoldið um að bílar séu að keyra niður fólk, og heyrist áræðanlega oftar í fréttum helduren þegar bíll og hjól keyra saman.
Bara svona smá hugleiðing um hvað þetta er allt saman fáránlegt.
Ps.
Og hvað varðar tryggingarfélög, þá er lítið um þau að segja nema hvað að þið getið gleymt VÍS ef það á að fara að tryggja hjól.
VÍS er á móti hjólafólki, og er EKKI að fela það.
Og hálfvegis reka fólk út þegar það kemur að fá tryggingu á hjóli, nema það vilji borga eins hátt verð og mögulegt er.
Jafnvel þó þú sért að tryggja hús og fyrirtæki og bíl og bát og allan andskotann hjá þeim, þá reka þeir þig til annars tryggingarfélags.
Og þið getið jafnvel borið þetta undir (aðra) starfsmenn VÍS, og þeir koma ekki til með að neita þessu.
Alltof dýrt… allt allt alltof dýrt.