Það má svo sannarlega segja það að enduro keppnin sem var við Hellu seinasta laugardag hafi verið skemmtileg.
Það var ekki bara keppnin sjálf sem var svona skemmtileg heldur brautin o.fl. Í brautinni þurftir þú að keyra í grasi, þúfum, sandgryfjum, fara yfir á o.fl. Keppnin var mjög vel skipurlögð og allt gekk eins og í sögu.
Engin veruleg slys urðu á fólki en þó voru þrír sem slösuðust. Einn fékk verkjatöflu þar sem hann tognaði í öxlinni. Annar úlnliðsbrotnaði og sá þriðji fór úr axlarlið. Ekki var hægt að kippa honum í lið á staðnum þannig að hann var fluttur á sjúkrahúsið á Hellu.
<B> Það sem var að drepa mann </B>
<B>—————————–</B>
Flugurnar voru hryllilegar á staðnum og voru flestir með flugnanet þar. Flestir sem voru þarna eru allavega með 5 bit. Það var allt morandi út í flugum og ef maður opnaði munninn þá gleypti maður u.þ.b. 6 flugur.
Þetta var bara geggjuð keppni og geggjuð braut og aðstandendur keppninnar eiga heiður skilið fyrir að halda hana.
<B> Myndir af keppninni eru á <a href="http://www.icemoto.com“target=_blank”> www.icemoto.com </B></a>
Kær Kveðja,
<a href=“mailto:aron@icemoto.com”> Wiss </a