Jæja þá er innann við vika i næstu enduro keppni og verður gaman að sjá hana keppnin fer fram við svínhaga.
Brautin er um 20 km norður frá Hellu og heitir Svínhagi. Til að komast þangað er framhjá Hellu þar til komið er að skilti sem stendur á Gunnarsholt (þjóðveg 264). Þar er beygt til vinstri og ekið í um 10 km þar til komið er að öðru skilti sem stendur á Næfurholt (þjóðveg 268). Þar er aftur beygt til vinstri og ekið 15 km síðar eru menn komnir í Svínhaga.
40+ flokkur. 16.06.03 @10:42
Keppnisstjóri hafði samband við vefinn og sagði að einhver misskilningur væri meðal manna varðand 40+ flokkinn og Lávarðardeild. Til að taka af allan vafa þá er hér um tvo flokka að ræða.
Keppni í Lávarðadeild fer fram samhliða Baldursdeild. Hvert ár gefur keppanda 30sek forgjöf þannig að 45 ára fær 2,5mín í forgjöf á 40 ára keppanda og 55 ára keppandi hefur 7,5 mín í forgjöf.
Keppni í 40+ flokknum fer fram samhliða Meistaradeild. Einungis þeir sem skrá sig í Meistaradeild og eru 40 ára eða eldri eru sjálfkrafa skráðir í þennan flokk.
Brautin er um 15 km. löng og gerir Hjörtur ráð fyrir að hröðustu menn fari hana á 18-21 mínútu.t.d (Einar, Viggo, Helgi Valur,Raggi,Reynir,Valdi,Gunni sölva, og nökkrir aðrir jafnvel kári
þetta verður hörku mikil barátta i öllum flokkum skemmtilegast verður að sjá Einar Ragga og Viggo berjast um fyrsta sætið og kannski munu 3 aðrir koma inní þessa baráttu þeir Valdi Pastrana , Reynir og Yamaha Haukur.
það gæti líka orðið spenna í B flokk þar sem er nökkrir sem eiga eftir að berjast um 1-5 sæti t.d þessir hér Guðni Friðgeirsson Hrafnkell Sigtryggss Gunnlaugur“Langston” Karlsson Helgi Már Gíslason Valdimar Kristinsson Sigurður Stefánsson Aron“Pastrana” Ómarsson.
Mér er allavegana farið að hlakka til næstu helgar en þið hin???:)