Jæja Hjólamenn nú styttist í Off-road challenge á Klaustri!!
Núna bara um helgina verður haldin enduro keppni(Off-road challenge
og nokkrir ætla að keppa meiri en helmingur vina minni sem eru í þessu sporti ætla að taka þátt.
Sagt er að þessi keppni sé sú skemmtilegasta keppnin á íslandi hringurin tekur um 20-30 min að hjóla í gegnum og annað hvort eru tveir sem skiptast á hringjum eða bara einfaldlega bara einn.
Reglurnar eru soldið margar en ég gerði copy/paste af enduro.is til að fá þær inná þessa grein
:. ALMENN ATRIÐI
1.1. Keppnisform: ekið verður á hringlaga braut í 6 klukkutíma.
1.1.1. Keppt verður í tveimur flokkum, liðakeppni og einstaklingskeppni.
1.1.2. Keppendur fá sérstök spjöld úr plasti sem eru götuð í hverjum hring. Keppendur bera spjöldin á sér í keppninni og bera ábyrgð á því að þeirra spjald sé gatað í hverjum hring.
1.1.3. Flokkaskipting
1.1.3.1. Liðakeppni: tveir saman í liði og skiptast þeir á að aka.. Leyfilegt er að nota tvö hjól.
1.1.3.2. Einstaklingskeppni.
1.1.3.3. Leyfilegt er að fleiri séu í liði en það lið getur ekki unnið til verðlauna.
1.2. Starfsmenn keppninnar.
1.2.1. Keppnisstjóri: Hefur alla yfirstjórn á keppnissvæðinu. Skal hann hafa til reiðu á keppnisstað, keppnisleyfi, leyfi landeiganda og sýslumanns ásamt staðfestingu á tryggingu keppninnar.
1.2.2. Brautarstjóri: Hefur umsjón með keppnisbraut og öllu sem viðkemur henni, t.d. merkingu brautar, merkingu áhorfendasvæðis o.s.frv. Hann gefur einnig endanlegt rásleyfi og skal sjá um start. Hann skal úrskurða hvort ræst hafi verið löglega og gefa öðrum starfsmönnum merki eftir því sem við á og verða þeir að aka sömu braut og keppendur, starf þeirra er að sjá um að brautin sé í lagi (a.t.h. með stikur, borða og fl.) einnig geta þeir skráð niður refsingar ef þeir verða varir.
1.2.3. Gatari: sér um að gata spjöldin.
1.2.4. Tímavörður sér um að skrá niður röð keppenda í mark.
1.2.5. Hliðvörður er sá starfsmaður keppninnar sem vísar keppendum rétta leið ef um vandfarna leið er um að ræða. Hliðverðir, flaggarar og áhorfendur mega hjálpa keppendum að reisa við hjól, ýta og gangsetja en ekki keyra hjól þeirra. Hliðverðir mega einnig vera á hjóli í brautinni við slíkt..
2. Ökumenn og útbúnaður:
2.1. Keppnisskírteini.
2.1.1. sjá reglur MSÍ um pappíra og skilríki.
2.2. Ökumenn.
2.2.1. Ökumenn skulu nota eftirfarandi útbúnað við keppni og æfingar.
2.2.2. Hlífðarhjálm af viðurkenndri gerð.Skal höfuð keppanda mælt fyrir keppni með málbandi og má hjálmur ekki vera stærri en einu númeri en höfuðmæling gefur til kynna(sjá nánar reglur MSÍ fyrir hjálma á netinu motocross.is).
2.2.3. Brjóstvörn með axlarhlífum og helst bakhlíf.
2.2.4. Nýrnabelti.
2.2.5. Peysu eða jakka sem nær alveg að verja handleggi í akstri.
2.2.6. Buxur úr leðri eða öðru sterku efni t.d. motocrossbuxur
2.2.7. Hnéhlífar úr harðplasti er verja sköflung og hné.
2.2.8. Hlífðarstígvél úr leðri eða öðru sambærilegu efni sem veita vörn um öklalið og sköflung.
2.2.9. Hlífðarhanska
2.2.10. Hlífðargleraugu
3. KEPPNISHJÓL OG ÚTBÚNAÐUR
3.1. Almenn ákvæði um útbúnað keppnishjóla.
3.1.1. Hljóðdempun: Hámarkshávaði frá útblástursröri skal vera undir 102db, mælt einn metra fyrir aftan hjól.
3.1.2. Hemlar: Hjólið skal útbúið hemlum er gefa fulla hemlun á bæði hjól. Fótstig fyrir hemla að aftan og handfang á stýri fyrir hemla að framan.
3.1.3. Ádrepari: Hjólið skal búið virkum ádrepara.
3.1.4. Aurbretti: Hjólið skal útbúið aurbrettum yfir bæði fram og afturhjól. Brettið skal þekja minnst 100% af breidd dekksins. Brettin skulu vera úr sveigjanlegu efni t.d. plasti. Brotin eða á einhvern hátt gölluð bretti má ekki nota, nema allir keppendur og keppnisstjórn samþykki.
3.1.5. Fótstig: Fótstig skulu vera minnst 16mm breið og skulu endarnir er út snúa bogadregnir og mynda minnst 8mm radius. Fótstigin mega ekki vera staðsett hærra en 100mm fyrir ofan línu sem hugsast dregin í gegnum miðju fram og aftur hjóls við eðlilega hleðslu hjólsins. Fótstigin skal vera hægt að fella í 45 gráðu horn, hallandi upp og aftur miðað við akstursstefnu.
3.1.6. Hjólbarðar: Hjólbarðar skulu vera af viðurkenndri fjöldaframleiddri gerð. Dekkjakubbar mega ekki vera lengri en 30 mm. Skófludekk eru bönnuð í keppni.
3.1.7. Stýri: Stýrisbreidd skal vera minnst 500mm og mest 950mm.
3.1.8. Handföng: Kúplings og bremsuhandföng skulu vera með kúlu á endanum þannig að sem minnst hætta stafi af þeim.
3.1.9. Púströr: Púströr má ekki ná lengra aftur en að línu sem dregin er lóðrétt í gegnum aftasta punkt afturdekks.
3.1.10. Gjarðir: Skakkar gjarðir verður að fjarlægja ef þær fylla bilið milli gafflana. Brotnar eða sprungnar gjarðir má ekki nota.
3.1.11. Bensíngjöf : Bensíngjöf skal slá sjálfkrafa af ef henni er sleppt.
3.1.12. Aukahlutir: engir oddhvassir hlutir mega skaga út frá hjólinu.
3.2. Keppnisnúmer.
3.2.1. Við skráningu fær keppandi úthlutað númeri af skráningarmanni og ber keppandi sjálfur ábyrgð á að setja númer á hjólið sitt.
3.2.2. Fjöldi og staðsetning: Hjól skal hafa númeraspjald sem vísar fram á hjólinu.
3.2.3 Ekki er leyfilegt að önnur númer en keppnisnúmer séu á hjólinu.
3.3. Auglýsingar.
3.3.1. Auglýsingar keppnishaldara á ökumanni og/eða hjóli: Keppnishaldari áskilur sér rétt til að nota ákveðna stærð af reitum á keppnishjólum og/eða ökumanni, undir auglýsingu eða annað sem styrkt getur stöðu hans. Reitir þessir mega vera tveir, 7cm x 20cm að stærð á auðsjáanlegum stöðum á keppnishjóli auk þess bolur eða peysa sem ökumaður klæðist yfir annan fatnað.
4. KEPPNISSVÆÐI.
4.1. Keppnisbraut almenn ákvæði.
4.1.1. Keppnisbrautin skal vera fær endúróhjólum í öllum veðrum.
4.1.2. Aksturstími skal vera að minnsta kosti 6 klst .
4.1.3. Reynt skal að fremsta megni við að halda meðalhraða undir 60km/klst svo sem með hindrunum, hliðum, stoppum og /eða þrengingum ofl.
4.1.4. Ef ekið er utan brautar í þeim tilgangi að auðvelda akstur eða stytta sér leið skal draga einn hring frá þeim keppenda sem það gerir.
4.1.5. Áberandi merkingar skulu vera við ófyrirsjáanlegar hættur í braut, svo sem blindhæðir, skurði, grjót og fleira.
5. SKIPULAG KEPPNA
5.1. Dagskrá. Fyrir hverja keppni skal dagskrá vera gefin út til upplýsinga fyrir keppendur og aðra. Í dagskrá skulu vera nöfn helstu forsvarsmanna keppninnar; nafn keppnisstjóra, brautarstjóra, skoðunarmanns, dómara og dómnefndar. Einnig skal keppnisstjórn lýsa leiðinni. Rástilhögun skal einnig koma fram svo og tímaáætlun
5.2. Skráning.
5.2.1. Allir keppendur skulu skrá sig í keppni á auglýstum skráningartíma.
5.2.2. Flokkaskipting: Keppendur sem tilheyra ákveðnum flokk verða að vera skráðir í þann flokk og keppa í þeim flokki.
5.2.3. Keppandi sem ekki hefur greitt keppnisgjöld fær ekki rásleyfi.
5.2.4. Keppnisstjórn getur leyft keppanda sem mætir of seint til keppni að hefja keppni við sérstakar aðstæður
6. FRAMKVÆMD KEPPNI
6.1. Almenn atriði.
6.1.1. Án sérstaks leyfis keppnisstjóra má enginn akstur eiga sér stað í brautinni fyrir ræsingu.
6.2. Start
6.2.1. Hópstart skal skipulagt.
6.2.2. Minnst fimm mínútum fyrir start skulu keppendur og starfsmenn vera á rássvæði.
6.2.3. Auglýstan rástíma skal halda.
6.2.4. Start: keppendur skulu sitja á hjólunum og dautt á mótorum.
6.2.5. Þjófstart: Í hentugri afstöðu við ráslínu skal vera staðsettur dómari er sker úr um hvort um þjófstart á sér stað eða ekki. Draga skal einn hring frá þeim sem þjófstartar
6.3. Keppnisakstur.
6.3.1. Keppandi sem fer út úr braut skal tafarlaust snúa til baka til þess staðar er hann fór út úr brautinni og fara inn á hana aftur.
6.3.2. Bannað er að aka á móti akstursstefnu.
6.3.3. Ef keppandi verður stopp í brautinni af einhverjum ástæðum skal hann forða sér og hjóli sínu út úr brautinni eins fljótt og auðið er.
6.4. Úrslit.
6.4.1. Byrja skal að flagga út eftir 6 tíma frá ræsingu ekki þarf að flagga sigurvegarann fyrstan út. Sigurvegari telst sá sem ekið hefur flesta hringi (samkvæmt spjaldinu) á skemmstum tíma.
6.5. Keppni stöðvuð.
6.5.1. Einungis keppnisstjóri getur stöðvað keppni.
7. FLÖGG
7.1. sjá reglur MSÍ
8. REFSINGAR
8.1. Draga skal einn hring frá keppenda sem fer út úr brautinni og styttir sér þannig leið.
9. KÆRUR
9.1. Allar kærur skulu meðhöndlaðar skv. reglum MSÍ
þær eru að vísu helvíti margar en merr verður að fara eftir þeim svo ef þú ert að lesa ferð á hana hafðu bara gaman:)
Kveðja Onlyone