Ég er hér með smá kvörtunarefni ef svo heppilega vill til að þið þekkið einhverja sem vinna við þetta. Ég vill ekki nefna nein nöfn á búðum því mér finnst það bara ekki við hæfi. Það eru menn á bakvið þær sem vita alveg hvað þetta gengur út á og ég vill ekki vera með neitt skítkast á þá.
Í dag fór ég ásamt vini mínum að kanna verð á göllum og öllum búnaði þar sem ég er nú loksins að drullast til að taka hjólaprófið.
Það sem kom mér mest á óvart var það hversu lítið fólk reynir að hjálpa “nýliðum” í sportinu með að velja rétta gallann og hjálma og allt sem því fylgir. Við fórum í allar stærstu búðirnar og fengum sama sem enga hjálp og vorum engu nær með verðið á hlutunum.
Í fyrstu búðinni var einfaldlega hent í okkur bæklingi og okkur sagt að skoða. Búið mál, maðurinn vissi ekkert um verð eða hversu góð varan var eða hvað hentaði hverjum og einum. Ég persónulega er að leita mér að leðurgalla fyrir racer. Það fyrsta sem maðurinn benti mér á var leðurjakki með kögri. Töluðum ekki meira við hann og gengum út! (hann mátti nú eiga það að hann reyndi en hann vissi bara ekki neitt)
Í seinni búðinni var sama sagan aftur, hent í okkur bæklingi og sagt að skoða hann en einnig bent á smá úrval af göllum til sýnis sem var einhversstaðar út í horni. Maðurinn leyfði okkur að máta jakkana en svo vissi hann bara ekki meir. Í hans augum var þetta bara eitthvað gore-tex dót sem átti víst að vera eitthvað voða gott. Búið mál og við gengum út.
Í þriðju búðinni var það allt önnur saga. Við fórum í Harley Davidson umboðið og bjuggumst ekki við miklu. Héldum að við myndum bara hitta einhvern gamlan fúlskeggjaðan mann sem myndi henda okkur út fyrir að nefna orðið racer við hann. Þar lentum við annars á klukkutíma spjalli við kallinn sem kenndi okkur allt sem við þurfum að vita. T.d. hverju við eigum að leita að í sambandi við öryggisstaðla á hjálmum og göllum og margt fleira. Vissuð þið að ef hjálmurinn er ekki stimplaður með evrópu öryggisstaðli að þá getur trygginga fyrirtækið neitað að borga líkamlegt tjón bara útaf hjálminum?
Það má náttúrlega vera að ég hafi einfaldlega hitt ógeðslega illa á en mér finnst samt að ef fólk ætlar að vinna við að selja fólki galla og annað að þá þurfi það allavega að hafa einhverja grunnþekkingu á þessu.
Endilega láta vita ef einhverjir fleiri hafa lent í þessu.