Skemmtileg kynning á GP50 á fyrsta Mai hjá Sniglum
Haldin var kynning á GP50 í dag á Reis brautinni í Reykjnesbæ. þátttakendur voru að vísu ekki margir en þrír tóku þátt og skemmtu sér efalaust vel.
Um 200 áhorfendur skemmtu sér stórvel yfir æfingunni meðan þeir gæddu sér á Grillmat og Kaffi í Boði Bifhjólasamtaka Lýðveldisins Snigla.
Eini gleðispillirinn var veðrið, en það var svo kalt að hamborgararnir voru orðnir kaldir um leið og þeim var lyft upp af grillinu.

Myndasyrpa frá GP er á http://www.sniglar.is/frett.asp?id=324
Úrslit Æfingarinnar.
1. Unnar Már aprilia RS50
2. Dæsus Yamaha TZ50R
3. Eyþór Honda CB50

Í sumar á svo að halda mótaröð í GP50 íslandsmeistari verður krýndur í lok tímabils.

Fjöldi keppna eru fjórar:

miðnæturþolkeppni dags. 21.-22. júní
mótaröð dags. 27. júlí (fyrri part dags)
mótaröð dags. 17. ágúst (seinni part dags)
mótaröð dags. 31. ágúst (fyrri part dags)

nánari upplýsingar á vef snigla http://www.sniglar.is eða hjá Keppnisstjóri = Odie #382
síma 893-0089