Mig langar bara að spyrja hvað sé í gangi með þetta áhugamál. Það er aldrei neitt að gera hérna, einginn að senda inn myndir, greinar, kannanir o.fl. Ef einhver er að því þá er það ég wiss. Ég man á þeim tíma sem ég var ekki admin voru allir að hvarta hvað admininn væri ekki virkur en nú er ég búinn að sjá að admininn sem var hér var bara kominn með leið á þessu því að kannski 1 sinni í viku er eitthvað til að samþykkja. Ég kem hér á huga svona 15 sinnum á dag eitthvað þannig og aldrei neitt að samþykkja. Viljið þið að þetta áhugamál verði allveg útdautt, ef ekki nennið þið þá ekki að fara að senda inn greinar og þannig, segja vinum og kunningjum frá þessari síðu og bara auglýsa hana almennt. Við viljum að þetta verði virk síða en þá verður maður að gera eitthvað í því og ég vona að þú sért sammála mér í þessum málum.
En það er alltaf einhver að tala um að fara að senda inn greinar og þannig en síðan kemur aldrei neitt inn. KOMMON!!! Oki ég vona að þið hugsið ykkar gang og við komum þessu áhugamáli niðri TOPP 10 :D (i hope so). Það er bara takmarkið að láta alla hjólamenn fara hingað inn-á og byrja að gera þetta áhugamál virkt. Og ekki bara vera að skrifa eitthvað stuttar greinar sem ég flyt á kork heldur eitthvað almennilegt.
Vona að þið munið gera þetta því þá verður miklu skemmtilegra að koma hér á hugi.is/motorhjol og geta verið að lesa nýjar greinar og svara. Nú er ég nýbúinn að redda auglýsingum og þannig, þið hljótið að sjá að ég er að reyna á fullu að bæta áhugamálið og ég vona að útaf því að þið getið sýnt mér smá greiða með því að senda inn greinar o.fl
Kær kveðja,
Wiss YouR :: AdmiN ::