Nú er svo komið að það næstum ómögulegt að reka mótorhjól á Íslandi vegna brjálæðislega hárra trygginga.
Smá reynslusaga.
Ég átti Suzuki DR750 í sumar, þetta er stórt enduro hjól sem ég notaði til að ferðast um landið okkar á sumrin.
vanalega hafði ég vorgað ca 40.000 krónur á ári í tryggingar, en nú síðasta sumar átti ég allt í einu að fara að borga 210.000 krónur fyrir trygginguna… halló?? og þetta var með 75% bónus, ég er í einhverjum klúbb hjá tryggingafélaginu sem gaf mér 15% aukaafslátt, tryggi 2 bíla þarna, fyrirtæki og 1 stk hús…
Ég fékk nátturulega flog þegar ég sá þennan greiðsluseðil,, hringdi í tryggingafélagið og var sagt þar að standard trygging á svona hjóli væri um 350.000 krónur.!!!!!
Bónusinn er bara gefinn af tryggingunni sjálfri, ekki ökumannstryggingunni, sem er víst svona dýr..
málið er að fyrir einhverju tíma síðan setti Alþingi í lög að öökumenn og farþegar verða að vera tryggðir fyrir slysum, og þessvegna hækkaði þessi trygging svone geðveikislega,,
Ég hringdi í flest tryggingafélög landsins, (sem fer ört fækkandi) og verðið var það sama allstaðar,, (eitthvað fyrir samkeppnisráð'?)
Nú fór ég að pæla,, ég er tryggður í vinnunni með svokallaða frístundatryggingu, Visa tryggir mig á ferðalögum úti og heima,, svo er ég með þessa tryggingu líka…ég er 3 tryggður Þegar ég fer eitthvað á hjólinu,, hvað gerist ef ég dett og slasa mig..? fæ ég bætur frá öllum þessum 3 tryggingum?… ónei karl minn,, ekki aldeilis..
það sem á að gera er að afnema skyldutryggingu ökumanns,, ef fólk vill tryggja sig þá á það að ráða því sjálft, að sjálfsögðu á að vera skyldutrygging ef þú skemmir eitthvað annað, eða slasar einvhern annan, en þitt líf og þín heilsa er þitt mál að mínu áliti, það er hægt að fá fínar frístundatryggingar fyrir lítinn pening, ekki 250.000 kall eins og ökumannstrygigngin er,,
það eina sem gerist þegar svona mál koma upp er að fólk fer að keyra hjólin tryggingalaus,, og hvað gerist þá ef það keyrir á bíl?.. eigandi bílsins fær ekkert bætt…
skítamál.. :(