Mikið hefur verið rætt um verð á hjólum og varahlutum á milli manna og á spjallsíðum hér á landi.
Fyrir þá sem ekki vita hefur verð á hjólum og varahlutum verið mjög mismunandi á milli landa og hefur það af miklu leiti ráðist af innflutningsgjöldum í hverju landi fyrir sig.
Vegna þess hve innflutningsgjöld hafa verið há á hjólum í sumum löndum hafa innflytjendur samið við framleiðendur um lækkun á innkaupsverði hjóla á kostnað hækkaðs innkaupsverðs varahluta.
Dæmi, Innflutningsgjöld á mótorhjólum í Danmörk er 180% og sömdu því Danirnir um mjög lágt innkaupsverð á hjólum og fengu því varahluti á mun hærra verði en önnur lönd.
Þýskaland var með lág innflutningsgjöld á hjólum og var því innkaupsverð hjóla hlutfallslega hærra en á varahlutum.
Hverjir græddu?
Ekki framleiðendur því Þýskarar komu yfir til Danmerkur og keyptu hjól en Danir fóru til Þýskalands til að kaupa varahluti, þeir sem nenntu að standa í þessu græddu hugsanlega.
Evrópusambandið hefur bannað þessa viðskiptahætti í dag vegna þess að þetta er brot á samkeppnislögum.
Hverjir græða á því?
Ekki framleiðendur mótorhjóla í Evrópu, því að þetta hefur einungis áhrif á þá en ekki framleiðendur utan sambandsins eins og Japan og USA.