Bílar sem fara aldrei í framleiðslu Ég er búinn að reina að fylgjast eins vel með því sem er að gerast í bílaheiminum síðasta árið og er búinn að sja alveg rosalega marga bíla sem eru sýndir tilbúnir til framleiðslu á bílasýningum en eru síðan aldrei framleiddir, þetta mjög oft alveg hryllilega fallegir bílar, á meðan forljótir bílar eins og Subaru Impreza eru settir í framleiðslu… Sem dæmi má nefna eru Lamborghini Cala sem ég setti mynd inn af, svo eru bílar eins og Bugatti Chiron , Bentley Hunaudieres, Ferrari Mythos, Jaguar Xk180, og fleiri. Ég setti inn mynd af Bugatti Chiron, þetta er klyppt mynd, það er hægt að fá betri mynd <a href="http://www.simnet.is/oli/bilar.htm">hér</a>. Ástæðan fyrir því að flestir þessara bíla eru ekki settir í framleiðslu er svú að þeir þykja of dýrir í framleiðslu og eru líka ekki líklegir til að seljast í mörgum eintökum vegna þess hvað þeir eru dýrir. Ég myndi kaupa Bugattiinn ef ég ætti pening…
supergravity