Daginn.

Núna eru mál þannig að ég á krossara, er ekki góður en stendur til að breyta því með annars með því að fara t.d. í kross-skóla í núna í apríl. Mig langar til að keppa en þarf að gera ýmsar breytingar til þess einfaldlega að meiga keppa. Mig vantar eina og eina hlíf en allt í góðu með það. Í öllum mínum pælingum um hvar og hvenær eigi að keppa rakst ég á þá skemmtilegu íþrótt, supermotard. Þetta fannst mér sniðugt og langaði endilega að athuga hvort að einhverjum hér inni þætti það ekki líka. Svo ef að næg þátttaka næst væri gaman að halda smá móti í supermotard í sumar. Hvernig er það, er nokkuð annað sem þarf nema ný dekk og þá er maður klár í keppni? Ef að það er svona einfalt langar mér endilega að fá með mér í lið nokkra einstaklinga til prófa þetta með mér.
Hvernig er áhuginn hér inni fyrir þessu, er hann almennt fyrir hendi eða er þetta eitthvað sem á bara ekki við okkur Íslendinga?

Kv. Ívar.