Jæja, það er alveg að vanta umræðu um 125 cc hjólinn.
Ég er frekar nýr í krossi en hafði þau forréttindi að hafa ekki áhyggjur af því hvað hjólið kostaði sem ég keypti. Eftir mikla skoðun endaði ég á því að kaupa mér nýtt CR250 hjól (var á 100 þús aflætti).
Ástæðan fyrir því að ég keypti 250 var það að það munaði ekki svo miklu í þyngd en það var töluvert kraftmeira. Ég í fávísi minni keypti mér 250 hjól til að hafa meira gaman af. Ég setti samasem á milli krafts og ánægju. Þetta eru mestu mistök sem ég hef gert. Ég var þó á skellinöðrum í 3 ár áður en ég fór í krossið en það er svo mikill munur að enginn maður getur náð almennilegum tökum á hjólunum nema að byrja á 125-u.
Núna eftir 1 ár næ ég að koma bróður mínum inní þetta. Hann er 14 ára og eftir mína reynslu ákvað ég að gera betur í þetta skiptið. Ég ætlaði að kaupa 125cc hjól og helst 1 árs gamalt til að hafa ekki eins rosaleg afföll af hjólinu fyrsta árið.
Eftir töluverða leita finn ég ekki neitt 125 hjól sem er þess virði að kaupa. Ýmist útúrnauðguð og/eða á allt of háu verði. Þannig að miðað við núverandi útlit þarf ég að fara til Jóns í JHM og kaupa nýtt TM125 hjól, því að samkvæmt því sem ég veit best eru það ódýrustu hjólinn og samhliða því fylgir allt sem maður vill breyta strax s.s. fatbar stýri, kraftpúst, o-ring o.fl.
Ég spyr, eru allir íslendingar jafn mikil bjánar og ég að kaupa bara 250 hjól?
p.s. ef þú átt 125cc, 1-2 ára og vilt selja þá sendu mér skilaboð :)
Kv. Íva