Ég hef mikið verið að heira fólk vera að tala um að fá sér mótorhjól, það eru þó fáir sem fá sér það einhverntíman. En þeir sem eru að tala um þetta eru ekki að tala um Crossara eða eitthvað þannig nei heldur !! Skellinöðru !! ég segi bara hvurn djöful eru þeir að hugsa ? Jú meiga að vera innanbæjar á þeim en helmingur unglinga sem á skellinöðru eru próflausir það er bara staðreynd. Oki gaurar sem ég þekki hafa verið að tala um hvað það er mikill kraftur í skellinöðrum (þeir meiga halda það) en síðan ef þeir einhvern tímann kaupa sér nöðru þá verða þeir yfirleitt fyrir vonbrigðum. Ef þeir verða það ekki þá lenda þeir í því þegar þeir prófa krossara. Ég veit um þrjá gaura sem eiga skellinöðru og prófuðu síðan krossara og eru að reyna að selja nöðruna sína því þeir vilja krossara. Ég hef sjálfur verið mikið á skellinöðru (samt ekki átt þannig) og fyrst fannst mér þetta spennandi en síðan þegar maður er kominn á krossara þá er þetta bara allt annað, síðan eru tryggingarnar hreint og beint rugl. Ég vil allavena benda öllum sem eru að spá að fá sér skellinöðru að sleppa því og fá sér krossara í staðin annars lendiði í því að selja nöðruna eftir 2-3 mán þegar þið hafið prófað krossara. Þetta er bara staðreynd. Ég heirði hjá einum gaur að hann ætlaði að setja 125 cc undir ts-ina sína. Ég held að það sé ekki beint hægt eða allavena mjög bilana mikil. Það þyrfti að skipta um eiginlega allt. En ég vil bara segja við þá sem ætla að fá sér nöðru að sleppa því eða allavena hugsa sig tvisvar um áður en þeir kaupa sér hana.
Kær kveðja,
Wiss (<a href="http://www.icemoto.tk"> Smelltu hér </a>)