Jæja..
Ég hef verið í miklu sambandi við Yamaha umboðið (Arctictrucks) og það sem ég best veit þá ætla þeir að taka sig verulega á og vera mun betri en Merkúr. Ég hef mikið verið að tala við Framkvæmdastjóra Arctictrucks og hann sagði mér að þeir ætla að reyna að hafa alltaf svona 10 hjól inn í sýningasal og nokkra sleða. Það er mjög gott og ég held að þeir ætli líka að hafa nokkur á lager. Ég fékk e-mail í gær frá þeim og þar sagði framkvæmdastjórinn mér að nýja 450 YZ og WR-ið 450F. Það er verið að setja þau saman og verða þau komin framm í sýningarsal innan skamms. Einnig verður gengið frá samningi við Yamaha Hauk og Gulla í þessari viku. Ég er mjög stoltur af Arctictrucks mönnum og ég held að þeir munu verða með gott umboð í framtíðinni. Allavena eins og þeir eru að segja með hjólin og svoleiðis þá verður þetta “BARA GOTT”. Einnig er verðlistinn 2003 kominn í hús og er ég búinn að segja hann inn á síðuna mína <a href="http://www.simnet.is/auk/icemoto“> Icemoto </a> einnig getur þú nálgast hann <a href=”http://www.simnet.is/auk/icemoto/Verdlistar/Yama ha/Verdindex.htm"> Hér </a> Einnig mæli ég með því að þú farir upp í Arctictrucks því það er frábært umboð.