Sælir reiðmenn
ég hef nú verið að hjóla í tvö ár en það er eitt sem ég hef aldrei komist að, hvar fæ ég almennilega skó/stígvél til að hjóla í og hvernig skó er best að vera í? ég hef heyrt margar sögur en engar eins. Ég er núna í eldgömlum og fáránlega ljótum leðurstígvélum sem é keypti í útskriftarferð á spání, svona “cowboy” stíll í gangi með mjóa tá og allt hvað eina, og þau leka í þokkabót ef það rignir eitthvað að ráði. Það var kominn upp vefur, hjól.is, sem átti að selja allskyns fatnað en hann er dottinn út núna og enginn virðist vita hvað sé best að leita að þessu. Það er til nóg af göllum og hjálmum þarna úti en einu skórnir sem ég hef fundið eru krossaraskór sem ekki eru alveg flottir við hjólið mitt (hehe hégómagirndin að drepa mann). Þarna á hjól.is voru til fínir skór/stígvél vatnsvarðir, olíuvarðir og meira segja með svona extra-strong svæði fyrir gírskiptinguna. Allavega hvað skal gera???