Jæja ég var að lesa fréttir á motocross.is þegar ég rakst á eina frétt um það að nokkrir foreldrar sendu Vík bréf um að þeir vilji skipta flokkunum í motocross niður eftir aldri o.fl
Hérna kemur bréfið:
Undirritaðir leggja fram eftirfarandi tillögu um að hafa flokkaskiptingu í Motocross næsta sumar eftir upprunalegu reglunum. Við þurfum að vísu að laga flokkana aðeins til vegna tilkomu nýrra reglna erlendis og nýrra keppnistækja. Þetta lítur þá svona út:
85 cc flokkur, 70-85cc tvígengis eða 100-150cc fjórgengis 12 - 15 ára. 125 cc flokkur, 86-125cc tvígengis eða 151-250cc fjórgengis frá 14 ára aldri og uppúr. A- flokkur (opinn flokkur) eins og áður. B-flokkur (Opinn flokkur) eins og áður.
Tvö heat á hvern flokk nema opinn, þeir keyra þrjú. Aðeins 10 mín heat á 85cc flokkinn.
Við viljum veita sérstök verðlaun fyrir unglingaflokk sem væri 15 ára og yngri í 125cc flokkunum (Ath. Breyting var 17ár). Þetta væri til þess að kveikja meiri áhuga hjá þeim aldurshópi á 125cc svo að þeir hangi ekki í 85cc flokknum ef þeir hafa þroska til að keyra 125cc.
Einnig leggjum við til að veitt verði sérstök verðlaun fyrir kvennaflokk ef stelpur vilja keppa með.
Kveðja; Torfi Hjálmarsson, Smári Svavarsson, Steini Tótu, Ómar Jónsson, Karl Gunnlaugsson, Haukur Þorsteinsson, Gunnar Þór Gunnarsson, Aron Reynisson
Þetta verður ábyggilega þægilegt fyrir suma en hentar öðrum ekki.
Ég þakka fyrir mig
Kær Kveðja,
wiss <a href="http://www.icemoto.tk"> Icemoto </a