Förum ca. 6 ár aftur í tímann og þá þótti Honda XR 600 ennþá einn flottasti “thumperinn” í bænum. Förum aðeins lengra aftur, kannski 10 ár og þá var bara ekkert annað til heldur en Honda XR 600 (amk í hugum flestra). Enginn var maður með mönnum nema eiga honduna, og ekki að ástæðulausu, hjólið var gott á þeirra tíma mælikvarða, virkaði vel, var fjölhæft, flott og ekki síst alveg ódrepandi. En svo kom Yamaha með YZ400 fourstroke sem svo óx úr öllu valdi og er afleiðingin fjórgengis bylting sem má alveg lýsa sem æði. Hondan þróaði síðar alveg nýja hugmynd af fjórgengishjóli sem í dag heitir CRF (og CRF-X sem er endúró týpan) og smátt og smátt helltist gamli góði XR-inn úr lestinni sem forystufákur í fjórgengisdeildinni. Auðvitað mega XR-in sín lítils gegn nútíma fjórgengishjólum í keppni. Þau eiga einfaldlega ekki sjéns (nema kannski í Baja). En það er ótrúlegt hvað gömlu XR 600 hjólin lifa enn í dag. Einfaldleikinn og margsönnuð gæði litlabróður heilla greinilega enn, sem sést best á sölutölum XR 400 erlendis sem eru lýgilega háar. Þannig virðist gamli jálkurinn enn lifa góðu lífi hjá ákveðnum hópi ökumanna – þeim eldri og vitrari (einnig kallaðir lúshæg gamalmenni og “vertu ekki fyrir kall”). Fyrir þá sem etv. hafa áhuga á að kaupa sér gamalt XR 600, eða hafa bara áhuga á smá bulli um hjólin þá er hér að neðan saga helstu breytinga sem áttu sér stað milli ára á gömlu risaeðlunni, HONDU XR 600. (Afsakið enskuslettur inn á
1978 rúllaði fyrsta XR-ið af færibandinu og hét þá XR 500. Hjólið varð strax feikivinsælt og raðaði inn titlunum á komandi árum. Hjólið hafði auðvitað lotfkældan fjórgengismótor (og alla tíð síðan) og tvo afturdempara….algert race!! 23 tommu framdekk sem var asskoti stórt og óhentugt. 1981 gerði honda smávægilegar breytingar. Afturdempurunum var fækkað um 50% , eða niður í einn og “pro Link” hugtakið varð til. Framdekkið minnkaði niður í hentugri 21 tommu stærð og afturdekkið varð 17 tommur (en hefði betur verið 18 tommur ma. sökum skorts á úrvali af 17 tommu dekkjum) Hondu fannst þetta nógar breytingar og mótorinn var enn óbreyttur. 1983 Honda breytir XR-inu verulega. Úr verður snilldargripur. Nýji cylinderinn var svokallaður “Radial Four Valve Cylinder” (RFVC) sem á festust tveir blöndungar og tvær útblásturspípur. Diskabremsa að framan, nýjir öflugri framdemparar (ekki veitti af). 1985 er stóra dagsetninginn í sögu XR hjólanna. Þá varð til XR 600. Honda áttaði sig á því að 500cc hjólið var ekki nægilega öflugt fyrir keppnir og því óx það um 100cc. Svingarmurinn (eða svín-garmurinn) breyttist úr stáli yfir í ál, stellið breyttist, Olíukerfið varð “dry sump” sem á mannamáli þýðir að olíuforðinn er utan vélarinnar, í stellinu. Að mínu viti eru þessi árgerð af XR fallegust. Rauð/appelsínugult plast og stell, blátt sæti, heiðgular númeraplötur og meira að segja digital hraðamælir. Ég hlakka til þega Honda fattar aftur að nota þessa liti á XR-ið. Nammi namm. Þetta hjól var óbreytt til ársins 1988, fyrir utan litabreytingar og límmiða sem voru miður góðar.
1988 Þá var komið að því að varpa blöndungunum tveimur í ruslið og taka upp eins blöndungs kerfi í staðinn. Vélafræðingarnir í Hamamatsu gerðu sér grein fyrir því að XR-ið þurfti í megrun…..og viti með, risaeðlan léttist um heil 7 kíló. Ekki nóg með það, hjólið kom með 18 tommu afturgjörð. ´88 XR-ið fékk ýmsar smábreytingar á mótor sem gerðu það góðan kost í eyðimerkurkeppnum á ný. 1991 Hjólið fékk nýja fjöðrun, ansi öfluga, sem svipaði mjög til þeirrar sem var á 1987 CR 500. Einnig kom langþráð diskabremsa að aftan. Eftir þetta má segja að hönnuðir XR 600 hafi lagst í dvala. Eða kannski voru þeir allir í hinu herberginu þar sem verið var að hanna nýtt hjól, XR 400 sem kom út 1996, en það er önnur saga. Sá eini sem var að vinna í XR-inu var náunginn í límmiða deildinni en það eina sem breyttist eftir þetta voru límmiðarnir (og kannski verðið). XR 600 datt svo út úr myndinni um aldamótin síðustu. Eftirlifendur eru litli bróðir XR 400 og risa-stóribróðir, XR 650 sem er að gera góða hluti ár hvert í Baja rallinu.