A) Það vandamál að fólk vill aðeins selja innan Bandaríkjanna og Canada er lítið vandamál.
Oftast er þetta vegna þess að seljandi treystir ekki alveg á að fólk geti staðið við að borga fullt gjald (auka sendingarkostnaður etc.).
Það er hægt að leysa þetta á einfaldan hátt með því að hafa samband við seljanda áður en þú býður og segjast bara búa hér á fróni og bjóðast til að borga þetta t.d. í genum Western Union money order. Flestir taka því ágætlega og eru þá tilbúnir til að selja þér.
B) Auðvitað þarf að ná reserve met, og verðin geta farið hátt. Til að ná bestu verðunum er best að fylgjast með uppboðinu án þess að bjóða, og bjóða svo í hjólið þegar sem minnstur tími er í að uppboðinu ljúki. (t.d. 2 mín eða minna,spurning um að prufa sig áfram.)
Margir sem gera þetta og ná besta verðinu.
C) Ef það er eitthvað að hjólinu, þá áttu að geta sent það tilbaka og fá endurgreitt.
En þetta er mismunandi einsog með svo margt. Því þú ert að díla við mismunandi fólk, og auðvitað getur komið fyrir að viðkomandi segi þér að fara til helv. og vilji ekkert gera fyrir þig. Einnig getur komið fyrir að seljandi sé mjög lengi að senda vöruna af stað eftir að þú ert búinn að borga.
Ath: Varðandi lið C, þá er mikilvægt að skoða umsögn um seljandann.
Þ.e.a.s. eftir að kaup/sala hefur átt sér stað, þá getur seljandi gefið kaupenda einkunn og umsögn varðandi hversu lengi/fljótur hann var að borga etc.
Kaupandi getur líka gefið seljanda umsögn um hversu auðvelt var að kaupa vöruna af honum.
Og auðvitað er hægt að svara fyrir sig.
Margir hafa þá reglu að versla ekki af fólki sem hefur fleiri neikvæðar umsagnir en jákvæðar.
Og sumir seljendur setja það sem skilyrði að kaupandi verður að hafa amk X margar jákvæðar umsagnir.
Just my $0.02
Natti