Ég var að horfa á 60mín fyrir stuttu þegar var verið að tala um netverslun sem hét E-Bay. Ég varð forvitin og skoðaði síðuna og sá þarna fullt af hjólum og meðal annars þetta hjól sem fylgir greininni. Þetta hjól er 2001árg af Kawasaki Kx 125 og kostar ekki nema 85þús kall í Íslenskum peningum. Og eftir að ég sá hvað það kostaði spurðist ég fyrir um hvað það myndi kosta að flytja þetta til landsins og eins og allir trúlega vita fer það eftir þyngdinni af hjólinu og plássinu sem það tekur. Svo að ég reyknaði dæmið til enda og komst aðþví að senda þetta hjól til landsins með öllum tekið saman og að borga hjólið myndi kosta samtals 243.852kr sem er alsekki mikið þannig að ég tók þá ákvörðun að kaupa mér hjól frá Texas og fyrir ykkur sem voru að benda mér á það hvernig hjól ég ætlaði á kaupa mér þá verður Kawasaki Kx250 2002 árg fyrir valinu og það mun ekki kosta mig meira en 310þús kall.
Ég vil bara benda fólki á að þetta er fullkomlega löglegt og ef að eitthvað er að hjólinu þegar þú færð það þá kvartaru bara og færð hjólið endurgreitt og allann sendingarkostnaðinn líka og svo senduru hjólið bara til baka algjörlega ókeypis.
Kv Edmosa