Sælir kæru hjólafélagar
Ég var að lesa yfir korkinn og gat ekki orða bundist.
Megin uppistaðan í tryggingariðngjaldi á götuhjólum er slysatrygging ökumanns. Ef einhver keyrir á þig á bíl og þú verður 75% öryrki, þá bætir ökumannstryggingin -þín- tjónið á þér, kanski 10 milljónir. Tjónatrygging bílsins borgar svo hjólið.
Staðreyndin er að bifhjólaslys eru undantekningalítið alvarleg hvað varðar heilsutjón.
Margir miða tryggingarnar við verðið á hjólunum sem er rangt að miða við. Ég kýs frekar borga 300.000 kall á ári í tryggingar á mínu 200.000 króna hjóli (750cc racer, árg. 87) heldur en að keyra um með litljósritaða númeraplötu og eiga hættu á að liggja það sem eftir er æfinnar örkumlaður, peningalaus og með engan rétt á bótum.
Hvers virði er líkami þinn og heilsa? Hugsaðu um það þegar þú ákveður að sleppa því að tryggja……
Bara svona rétt til að vekja menn til umhugsunar.
Kveðja,
Bleiknefu