Ég vil ræða hér um hvað mikið vantar aðstöður fyrir mótorhjóla fólk hér á Íslandi.
Þetta er svo asnalegt hér á landi að maður getur valla farið að hjóla nema fara alltaf útá land. Það er stundum gaman en stundum hefur maður lítinn tíma eða nennir ekki að fara útúr bænum til að fara að hjóla. Þetta er mjög slæmt því að í mörgum öðrum löndum er aðstaða fyrir hjólafólk.
Þetta finnst mér mjög slæmt. Hérna á Íslandi fáum við mótorhjóla fólk svipaðan styrk eins og skák eða minna frá ríkinu. Þetta er náttúrlega fáranlegt og ég vil að við hjólafólk förum að gera eitthvað í þessu.
Það sem við getum gert er að stofna eitthvað nýtt félag sem einbeitir sér í því að reyna að fá fleirri svæði hérna innanbæjar t.d. hjá heiðimörkini o.fl. Þetta finnst mér mjög góð hugmynd en við þurfum að fá fullorðna með okkur í þessu. Það væri hægt að reyna að fá aðstæðu eða meiri styrk.
Við þurftum kannski að reyna finna einhvern þingmann sem er soldið á hjólum sem væri kannski hægt að koma þessu á þing því að þetta er náttúrlega bara rugl að fá svona lítinn styrk. Ég veit að það er fullt af fullorðnu fólki sem vildi vera með í þessu en það þyrftu að hafa stjórn o.fl. Hvernig finnst þér þessi hugmynd?
Við verðum að fá aðstöðu því að það er verið að banna okkur mótorhjólafólkinu að vera að keyra á mörgum stöðum OffRoad eitthvað bull um svæði séu friðuð. Á endanum verðum við kærðir fyrir að vera að leika okkur á hjólum.
Ég veit að t.d. á Ólafsvík sömdu heimamenn við lögguna að þeir myndu ekki keyra á vegunum en í staðinn fá þeir að vera í friði á svæði sem var gert fyrir þá, braut.
Ég vona að allir séu sammála mér og ef þú veist um einhvern þingmann sem er á hjólum þá endilega segði mér það því ég ætla að reyna að koma þessu í gang því að þetta er fyrir neða allar hellur.
Takk fyrir,
Wiss