Ég var að velta fyrir mér hvort að einhver hér inni hefði einhvern áhuga á því að krossa í vetur. Ég hef frétt að það ættu að vera æfingar í reiðhöllini í víðidal en skilst á vini mínum að það sé hætt við það í bili vegna lélegrar loftræstingar. Þá spyr ég sjálfan mig hvort að ég eigi bara að láta hjólið safna ryki inni í skúr eða hvort maður geti fundið sér einhverja góða leið til að skemmta sér í vetur.
Þar sem ég hef ekki mikla reynslu af krossi þekki ég ekki alveg inná þetta allt saman og hvernig þetta virkar, en síðasta vetur var ég uppi á langjökli að keyra á jeppa þegar 2x krossarar koma prjónandi upp jökulinn. Þetta fannst mér sniðug hugmynd en þá er mér sagt að jökullinn sé líklega of sprungin til að hægt sé að keyara á hann.
Eftir þessar fréttir held ég að það sé ekkert hægt að gera, maður getur ekki keyrt á skrúfudekkjum nema á ís og en þar sem fristir bara hálfa viku í senn er ekkert vit að setja þau dekk undir.
Ef einhver hér hefur einhverja góða hugmynd um það hvernig best væri að skemmta sér í vetur þá vona ég að hann svari mér.
kv.
Ívar
p.s. Ekki finna stafsetningarvillur hér og láta mig vita af þeim. Ég veit að þær eru hér einhverstaðar en þarf ekkert að vita af þeim.