Ekki rétt. Ég gæti hafa verið með leik í vinnslu síðustu 20 árin, og samt verið með minna content en pro tölvuleikjafyrirtæki sem er búið að gera leik á 1 ári .. Darkfall eru með hva, 10-20 manns í vinnu? Grunar að fyrirtæki sem er með meira professional investors geti splæst í fleiri starfsmenn, sem gerir það auðvitað að þeir ná að búa til mun meira content á mun minni tíma.
En burtséð frá því finnst mér bara virkilega uncool hvað það er ómögulegt að komast inní Darkfall, tveir félagar mínir sem hafa verið virkilega mikið að fylgjast með honum geta bókstaflega ekki komist inn í leikinn því fyrirtækið höndlar ekki fleiri en örfáa tugi þúsunda spilara, meina ef þú ætlar að græða almennilega á hlutunum og fá meiri pening til að gera meira fyrir leikinn þinn verðurðu að gera ráð fyrir því að þú getir tekið við fleirum en þeim sem voru nógu snöggir að hamra á f5 á daginn sem skráningin hófst..
Svo finnst mér bara virkilega asnalegt af þeim að geta ekki update-að helvítis homepage-ið á leiknum, þar er ennþá nýjasta fréttin um betutal og er ekkert búið að breyta á síðunni síðan 2007(copyrightedmerkið) ((fyrir utan link inná forums og nýjustu forumfréttirnar))..
Fullyrði hins vegar ekkert um að Mortal sé endilega betri leikur fyrir vikið, bíð bara með opnum hug og sjá hvað setur :)