EQ er mest ávanabindandi leikurinn. Og sá tímafrekasti :)
Hann er góður, engin spurning um það. Ég spila Giljabet Skellibjöllu, level 60 monk á Drinal. EQ er að verða nokkuð gamall grafískt séð en notendaviðmótið var endurbætt um daginn og er ágætt.
Gallinn er allur helvítis tíminn sem fer í þetta, sérstaklega ef þú rekur eitthvert guild, en ég er með 110 daga spilaða (/scream)
Það fer aðallega eftir því HVERNIG þú ætlar að spila hvaða leik þú ættir að velja. Ef þú vilt geta gert eitthvað skemmtilegt einn þíns liðs eða í smærri hópum á 1 til 2 tímum og vilt mikinn hraða í bardögum ættirðu að spila AO, en ef þú vilt gera löng quest frá og verja 2 til 4 tíma aðdraganda að stórum flóknum bardögum þar sem samvinna og risastórir hópar skipta öllu ættirðu að spila EQ. Besti PvP leikurinn sem völ er á er sennilega DaoC, þótt AO og EQ einnig upp á það. Ultima Online er mjög útbreiddur leikur og þar hreinlega verður þú að vera í gildi til að geta gert eitthvað að mér skilst (ekki mikil reynsla að baki hjá mér í UO) en strategía og dýptin á heiminum er orðin mikil þar (UO kom út á undan EQ og byggir á gömlu Ultima leikjunum efter Richard Garriott). Asheron's Call frá Microsoft er þokkalegur, en það er skynsamlegast ef þú vilt fara út í þann leik að bíða eftir AC2 sem er skammt undan. Grafíkin er mun betri í beta útgáfunni af honum allavegana en hún er frat í AC. Það eru gallar við alla þessa leiki, en það sem hefur haldið í þeim lífinu eru sífelldar endurbætur sem fólk hleður niður yfir netið - ný svæði, nýjir hlutir, ný skrýmsli, nýjar reglur, böggfix (flestir MMORPG eru mjög böggaðir fyrst) o.s.fr.v.