gray/green/blue/yellow/orange/red/purple con þýðir hvaða level einhver er miðað við þig. Grátt þýðir að hann sé miklu lægra en þú, grænt þó nokkuð lægra, blue aðeins lægra, yellow er sama level og þú, orange er aðeins hærra, red er talsvert hærra, purple er miklu hærra. T.d. ef þú átt level 20 kall og velur einhvern sem er level 10 er nafnið hans litað grátt.. ef þú velur annan lvl 20 kall er nafnið hans gult og ef þú velur lvl 30 kall er nafnið hans fjólublátt.
BG þýðir Battlegrounds, en í Dark Age of Camelot eru 3 mismunandi battlegrounds sem þú getur farið í og barist með þínu realmi (Albion, Hibernia eða Midgard) gegn öðrum spilurum. Fyrsti BG er fyrir lvl 20-24 kalla, annar er 25-29 og þriðji er 30-35. Síðan eru ákveðin takmörk sett hversu marga óvini þú getur drepið í Battlegrounds áður en þú getur ekki lengur farið í þá.
instant long range ae stun/mez:
instant - þú þarft ekki að vera kyrr til að kasta þessum galdri og það tekur engan tíma að kasta honum.
long range - drífur langt (getur valið óvini langt frá þér og kastað galdrinum á þá), ólíkt “point blank” þar sem galdurinn á upptök sín nákvæmlega þar sem þú stendur og hefur áhrif á alla innan viss radíuss.
aoe/ae - area of effect, þ.e. galdurinn hefur áhrif á þann sem þú kastar honum á og líka aðra innan viss radíuss frá honum.
stun - “frystir” óvini í nokkrar sekúndur.. þeir geta ekki kastað göldrum, notað vopnin sín eða hreyft sig
mez (mezmerise) - “svæfir” óvini, virkar miklu lengur en stun.. hefur nákvæmlega sömu áhrif, EN.. ef einhver ræðst á mezzed kall fer mezzið af honum.. ef einhver ræðst á stunned kall helst stunnið á honum.
pac healer - healer sem sérhæfir sig í pacification línunni. Í hvert skipti sem þú hækkar um level færðu ákveðin stig til að eyða. Þú notar þau til að gera kallinn þinn betri, gera meira damage með vopnum eða fá nýja og öfluga galdra. Healers geta eytt stigunum sínum í þrjár línur, Mending (heals), Pacification (mez og stun) og Augmentation (þar sem þeir geta kastað göldrum sem gera sjálfa sig og félaga sína betri, en þetta er aftur á móti ekki sérstaklega góð lína til að eyða stigum í..).
class - þetta ættu flestir að vita hvað er.. þú getur valið hvernig kall þú vilt spila, t.d. warrior, healer eða eitthvað.. það eru í raun 3 mismunandi tegundir af clössum.. tanks (þeir sem berjast með vopnum og nota brynjur o.s.frv.), casters (galdrakallar.. í meginatriðum skiptast þeir í “healers” sem lækna þig auðvitað, og “nukers” sem kasta skaðlegum göldrum á óvini sína) og hybrids.. blanda af casters og tanks, þ.e.a.s þeir sem eru góðir í að berjast með vopnum OG takmarkað góðir í að kasta göldrum. Og svo eru reyndar líka bogamenn og assassins sem passa ekki alveg inn í þessa skilgreiningu.
buff - healers geta kastað ýmsum göldrum á þig sem gera þig betri en þú venjulega ert (“buffa” þig), t.d. bæta þeir Strength, Dexterity o.fl. og gefa þér meira líf (líf = hitpoints, hp), láta þig sveifla vopninu þínu hraðar osfrv.
spec points - í hver skipti sem þú hækkar um level færðu ákveðið mörg stig til að eyða, eins og ég sagði áður. Þau kallast “spec points”. Þegar þú eyðir þeim ertu að “specca” þig í einhverju. Það sem þú getur speccað þig í kallast “spec línur” (s.s Mending línan hjá Healer).
mæli með því að þú skoðir þessar heimasíður ef þú ætlar að byrja að spila DAoC:
http://www.classesofcamelot.com/ - allar upplýsingar sem þú þarft um öll realm og classes í DAoC
http://www.camelotherald.com/ - ef þú átt bandarísku útgáfuna (sem fæst í BT tölvum.. Skífan selur evrópsku útgáfuna.. þær eru ekki samrýmilegar og flestir Íslendingar eiga bandarísku útgáfuna svo ég mæli með henni) getur þú séð allar upplýsingar um servera og fullt af fleiri fréttum.
http://daoc.catacombs.com/cbuilder.cfm - hérna getur þú ákveðið hvernig þú vilt eyða stigunum þínum með hvaða class sem er..