Hefur einhver prófað þennan leik? Er aðeins búinn að fylgjast með honum gegnum offical heimasíðuna og líkar vel. Væri alveg til í að fá smá upplýsingar um hvort einhver hafi spilað hann. Kveðja Gabbler.
“Það sem aldrei hefur gerst getur alltaf gerst aftur”
Aha. Semsagt ekki venjuleg músarstjórnun eins og í flestum leikjum í dag. Manstu hvað mánaðargjaldið er hátt fyrir að fá að spila hann? Getur maður stýrt skipi í honum. Veit að maður getur stýrt hermanni í FPS stíl og skriðdreka. Kveðja Gabbler.
“Það sem aldrei hefur gerst getur alltaf gerst aftur”
Það eru bátar en ekki stórir, meira svona patrol boat. Síðan eru flugvélar. Mjög erfitt að miða með joysticki ef þú ert ekki vanur því. Held að gjaldið sé í kringum 10$.
Ég er að spila þennan leik mikið þessa dagana og er orðinn Oberst í þýska hernum og er reyndar undir skoðun fyrir Da German High Command.. Ég er að vinna í liði sem kallar sig The 31st Wrecking Crew og er með fullt af skemmtilegum spilurum.
En allavega
Þú spilar ekki leikinn án Joystick. Nema þú viljir eingöngu vera fótgönguliði.
Það er fullt af skirðdrekum, flugvélum og einstaka dallar í leiknum. Eins og er er sjóhlutinn ekki kominn af stað og það eina sem þú getur náð þér í er Fairmile B sem er bara smádallur.
Hinsvegar er mun skemmtilegra að hoppa í Panzer IV skriðdreka og salla niður 20 manns eða hoppa uppí Ju82s Stuka Dive Bomber og steypa sér niður á skriðdreka úr 2 kílómetra hæð með sírenuna á.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..