Prettyboy var að skjóta á okkur Miðgarðsmenn með þessari settningu: “Það eru meira krakkar sem aðhyllast tröllum, dvergum litlum bláum strumpum og víkingum.” Ég veit að hann segir þetta bæði í gamni og alvöru, en hver getur tekið mann alvarlega sem er í clani sem heitir ‘League Of Assasins’, það getur vel verið að hann sé leigumorðingi hver auglýsir sig sem slíkann. LOL þetta nafn fær mig alltaf til að hlæja :)
Hins vegar er ég sammála Prettyboy með krakkana þótt ég myndi orða það öðruvísi.
Það er mjög eðlilegt að Íslendingar velji að spila í Miðgarði í Daoc heldur en hinum heimunum, það hefur ekkert með aldur að gera, ástæðurnar eru óþarfar að telja upp. En hvað með alla hina spilarana ?
Pellinor er bandarískur server þar sem meirihlutinn af spilurnum er frá Ameríku, minnihlutinn frá öðrum löndum/heimsálfum, fólki með allt annann bakgrunn/menningu heldur en við hér á Íslandi. Hvers vegna ætti venjulegur ameríkumaður að velja að spila í Miðgarði/Hypernýju ferkar en í Albíon? Svarið ætti að vera sérvitringslegur eða almennur áhugi á víkingum, álfur, dvergum og tröllum.
Gefum okkur að aldur spilara sé frá bilinu 10-45 ára (flestir á bilinu 15-30). Ég trúi því að ‘non-humans’ höfði miklu meira til yngri spilaranna og þeir eldri (25-45 ára) séu vel flestir að spila í Albion. Margir ameríkumenn geta rakið ættir sínar til mið- og vestur Evrópu, þar sem riddarahefð var í gammladaga, þetta er hlutur sem ég tel að hafi meiri áhrif á eldri spilara en þá yngri.
Þessi skoðun mín er ekki bara byggð á áliktunum eldur líka á reynslu.
Ég spilaði clerik í Albion á Pellinor upp að ca 20 leveli, ég eydi honum og bjó til runmaster og healer í miðgarði á sama server. Ég hef orðið var við mikin mun á spilamensku í þessum heimum.
Þegar ég var í Albion þá spilaði ég oft í hópum (groups). Þótt meðspilarar mínir voru á lágu leveli þá vissu þeir oftast nákvæmlega hvernig átti að spila sína kalla, og hóparnir virkuðu eins og smurðar vélar. Nú er Runmasterinn minn á lvl 26 og Healerinn á lvl 20 og ég hef ekki ennþá hitt á almennilgann hóp í Miðgarði, það er alltaf einvher í hópnum sem er að gera vitleysur, sem er vegna reynsluleysis/ungs aldurs. Ég varð líka var við þetta í samskiptum mínum við spilarana, hvernig menn svöruðu fyrir sig á vitrænan hátt osf.
Ég fór yfir í Miðgarð fá Albion til að spila með sem flestum Íslendingum og sé ekkert efir því.
Gloinn, Runmaster
Berghild, Healer [Hate]