Nokkuð langt síðan Fallout Online var staðfestur (unofficially). Herve Caen, forstjóri Interplay, hefur oft og mörgum sinnum talað um að hann ætli sér að gera Fallout MMORPG til þess að bjarga Interplay úr skuldafeninu sem það er fast í og hann hefur verið að reyna að fjármagna hann, fyrst með því að selja Bethesda réttinn á Fallout 3, 4 og 5 og síðar með því að selja þeim vörumerkið í heild sinni.
Ég er enn pínu efins, en þótt ég hafi ekkert séð úr leiknum og það sé í raun ekkert til ennþá þá geri ég samt meiri vonir til þessa leiks en Fallout 3, sér í lagi þar sem Fallout Online hefur tvo starfsmenn sem unnu að gerð gömlu Fallout leikjanna á meðan Bethesda hefur enga starfsmenn með sama bakgrunn.